Saga - 1976, Blaðsíða 86
78
TRAUSTI EINARSSON
Ef þunnir hraunskæklar frá slíkum dyngjum lægju á vatns-
þéttum undirgrunni, mætti vænta þar ummerkja eftir
frostsprengingu, urðarmyndana er gætu svarað til frost-
anna á Búðaskeiði eða Álftanesskeiði.
[Eftir að handrit að þessari grein var afhent, hefi ég
kannað frostlyftingu á hraunum á suðvesturkjálkanum.
Hún er í svo stórum stíl í jaðri Skjaldbreiðarhrauna,
Skálafells á Reykjanesi og í hraunum frá Heiðinni há, að
ég hallast mest að myndun þessara dyngna á Álftanes-
skeiði. Hvað snertir Heiðina há, rekst þetta ekki á út-
breiðslu Bláfjallafjökuls á sama skeiði. Þessi aldur hraun-
anna styðst og við það, að frostlyftingu fann ég enga á
Þjórsárhrauni milli Selfoss og Villingaholtslækjar. Þetta
er eitt af elztu hraunum eftir ísöld, þ.e. eftir kuldaskeiðin
tvö, Álftanesskeið og Búðaskeið. Allar dyngjur á suðvestur-
kjálkanum eru þaktar frosturð og stórhóla-lyftingar verða
í jaðri þessara hrauna, þar sem frostin hafa náð niður í
eiginlegt grunnvatn. Þessi ummerki ísaldarfrosta virðist
því greina skýrt á milli ísaldarhrauna og hinna, sem síð-
ar runnu. Þetta á að minnsta kosti við um láglendi.
Kristján Sæmundsson jarðfræðingur hefur fyrir nokkru
fundið jökulruðning á bletti ofan á hrauni frá dyngjunni
Þeistareykjabungu, þar sem hraun nær fram á vestur-
brún Jökulsárgljúfurs (Náttúrufræðingurinn, 43. árg., 1.-
2. hefti, 1973, bls. 52—60). Eg tel sterkar líkur á því, að
þessi ummerki jökuls séu eftir tungu frá Hólsfjöllum á
Holtasóleyjarskeiðinu fyrra. Þama er þá sönnun um
dyngjugos frá ísaldartíma, sem fram til þessa hefur verið
talið til tímans eftir ísöld, og þarf þá að draga ný mörk
milli ísaldarhrauna og hinna yngri, ef flestar dyngjumar
eru frá öðruhvoru Holtasóleyjarskeiðanna, eins og ég tel
líkur á.]
Svo virðist nú sem böndin berist að þeim möguleika
varðandi hinn gamla Útbruna, að hann hafi fyrst umturn-
azt talsvert vegna frostsprenginga, og þá hafi birki og
annar gróður fengið þar ákjósanlegt útbreiðslusvæði og