Saga - 1976, Blaðsíða 87
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
79
smám saman hafi myndazt þar, með viðbót fokleirs frá
jaðarsvæðum jökulsins, mjög þykk jarðvegsþekja. Um
leifar hennar er mér lítið kunnugt, en rök eru fyrir því,
að uppfok í Ódáðahrauni hafi byrjað snemma. Kem ég
síðar að því um leið og ég vík að Sprengisandsvegi hinum
forna.
3. Up'pblástur og rannsóknir, sem snerta hann.
Smiðjuskógur, sem fyrr var getið, bendir til þess að á
fyrstu öldum byggðarinnar hafi birki vaxið upp í að
minnsta kosti 600 m hæð í hlíðum Krókdals. Loftslag á
þeim tíma er talið svipað því sem við höfum búið við frá
því um 1930, og kemur þetta heim og saman við 600 m
hámarkshæð birkigróðurs nú á tímum. En þegar mildast
var eftir ísöld, þ. e. á Birkiskeiðinu síðara, var loftslagið
2—3°C hlýrra en nú, eftir gróðurkönnunum hér á landi og
á sambærilegum svæðum austan hafs. Nú svarar hver loft-
hitagráða til um 200 m hæðarbreytingar að öllum jafnaði,
þannig að þá hefði birki inn af Krókdal átt að geta náð
upp í 1000—1200 m hæð, og því átt að geta þrifizt á jarð-
vegi á há-Sprengisandi í kringum 800 m hæð, svo og við
Gæsavötn í 900 m hæð og jafnvel eitthvað upp eftir 300
ui háum brekkunum þar fyrir ofan.
En allir dagar eiga kvöld, og þessi dýrð átti sér enda-
lok við snögga kælingu og önnur harðindi tíðarfarsins fyrir
um 2500 árum, og þá hófst hér á landi uppblástur í stór-
unr stíl. Tel ég mig hafa leitt rök að því í nokkrum rit-
g'erðum, hve mikil og margvísleg áhrif þessi harðindakafli
hafði (Náttúrufræðingurinn, 18 (1953) bls. 113—121:
Hverfjall og Hrossaborg; Vísindafélag Islendinga, Grein-
ar IV,1 (1965) bls. 1—28: The Ring-mountains Hverfjall,
Lúdent, and Hrossaborg in Northern Iceland; Suðurströnd
Islands og myndunarsaga hennar, Tím. VFf, 51 (1966),
bls. 1—18; Myndunarsaga Landeyja og nokkur atriði
byggðarsögunnar, Saga, V (1967), bls. 309—328). Trúlegt
er að Sprengisandur hafi verið meðal þeirra svæða, sem