Saga - 1976, Page 88
80
TRAUSTI EINARSSON
uppblásturinn hófst fyrst á og kom sú hugmynd raunar
fyrst fram hjá þýzkum landfræðingi í tímaritinu Die Nat-
urwissenschaften um eða eftir stríðslok, en nánari tilvís-
un hefi ég ekki handbæra nú, og vissir íslenzkir jarð-
fræðingar sem ég hefi bent á þessa grein hafa látið undir
höfuð leggjast að vitna í hana, enda þótt vísindi séu al-
þjóðleg og ættu ekki að metast eftir þjóðerni manna, né
persónulegri afstöðu til þeirra.
En þótt mikið hafi mætt á Sprengisandi, hefur upp-
blásturinn tekið sinn tíma, og er raunar ekki fulllokið, því
að inni á grjótunum í nánd við Sóleyjarhöfða, í um 600 m
hæð og um 45 km SSV frá miðjum Sprengisandi, hefi ég
fundið óskemmda torfu, um 4 m þykka, sem þraukað hef-
ur af og segir sína sögu. Allur neðri hluti hennar, um 3 m,
er gerður úr venjulegri gróðurmold, sem óefað hefði verið
áberandi sendin, ef Sprengisandur hefði ekki einnig verið
þakinn jarðvegi og gróðri á sama tíma. En í efsta metra
torfunnar skiptir snögglega um yfir í mjög sendið lag með
grasrótartægjum, og kollurinn var enn grasi gróinn er
ég var þarna á ferð. Hér má fræðast um tvennt: stað-
festing fæst á því, að Sprengisandur var gróðri þaktur
á löngu hlýviðrisskeiði og að uppblástur hófst snögglega,
og fyrr á öðru svæði en við Sóleyjarhöfða. Það svæði hlaut
þó að vera í grenndinni, og líklega ofar, og berast þá böndin
að há-Sprengisandi.
Um 900 e. Kr. hafði uppblásturinn staðið í 1200—1400
ár þar sem landið var verst varið, og var þá eftir nærri
jafnlangur tími til vorra daga. En veðrið mildaðist nú
aftur. Þetta hlaut að draga úr hraða uppblásturs, eða ef
til vill taka fyrir hann, einkum á hagstæðum svæðum, en
hins vegar var nú maðurinn með sinn búpening og sína
eldiviðarþörf kominn til sögunnar.
1 því sambandi hefur ein staðreynd valdið fjaðrafoki
og hörðum deilum. 1 byggðum landsins verður jarðvegur
nefnilega sendinn lítið eitt ofan við landnámsmörkin, en
þau má marka af tilkomu túngrasa og ýmsu fleiru, eins og