Saga - 1976, Page 90
82
TRAUSTI EINARSSON
munu aðrir geta dæmt betur um en ég. Hitt veit nú hvert
mannsbarn í landinu að jafnvel melgresis-girðingar stöðva
skrið og skopphreyfingu foksands, hefta hann, og er þá
ekki erfitt að skilja að birkibelti sem næði „milli fjalls og
fjöru“, hafi verið lágsveitum góð vörn gegn sandfoki. Hér
mun fjall notað í sömu merkingu og þegar sagt er að reka
fé á fjall sem auðvitað þýðir að koma því á haglendi innan
og ofan við lágsveitir. Birkibeltið hefði átt að ná í allt að
600 m hæð á landnámstíð, en þó nokkuð mismunandi eftir
landsháttum, og ætti ekki að vera erfitt fyrir grasafræð-
inga og landgræðslumenn að setja það á kort með viðun-
andi nákvæmni og finna breidd þess. Mun það raunar
hafa verið gert þótt ég hafi ekki heimildir við hendina.
Af því sem ég sagði um uppblásturinn á Sprengisandi
leiðir, að það verður að teljast nauðsynlegur grundvöllur
fyrir mati á möguleikum lestaferða yfir Sprengisand, svo
og yfirleitt hálendisferða milli landshluta á fyrri öldum
byggðarinnar, að taka mið af því eftir því sem kleift er,
hve langt niður uppblástur hafði náð á hverjum tíma.
Ef við lítum fyrst á Sprengisand og Sprengisandsleið-
ina milli Norður- og Suðurlands, þá verður að álítast, að
á fyrstu öldum byggðarinnar hafi uppblástur hins forna
þykka jarðvegs ekki verið kominn langt suður fyrir hálend-
ið. Á leiðinni hafa væntanlega staðið eftir margir stórir
blettir af þessum grasivaxna jarðvegi, svo að fremur stutt
hefur verið milli haglendissvæða á leiðinni norður Búðar-
háls, svo og norður frá Sóleyjarhöfða. En er á leið, eydd-
ust þessi haglendi meir og meir, og þá ekki sízt með harð-
indaskeiði sem skall yfir í kringum 1700, enda var það
einmitt um svipað leyti sem leiðin lagðist niður og var
talin týnd um 1770. Alllöngu fyrir 1700 mun hásandurinn
hafa verið orðinn haglaus, algerlega uppblásinn, og þá var
komið tilefni til að kalla þennan langa og erfiða áfanga
Sprengisand. Nafnið er ekki þekkt í fomritum, heldur er
þar talað um að ríða norður Sand. En í staðalýsingum Árna
Magnússonar, Chorographica Islandica, sem hann punktaði