Saga - 1976, Side 91
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
83
niður á ferðum sínum í upphafi 18. aldar, notar hann
heitið Sprengisandur í nútímamerkingu orðsins (Safn til
sögu Islands, 2. fl., 1—2, bls. 99), og er ég í þakkarskuld
við þann fjölvísa mann Jakob Benediktsson fyrir ábend-
ingu um þessa heimild er ég leitaði til hans.
Miðað við það hve uppblástur virðist nú alger í Ódáða-
hrauni suður frá Mývatnssveit og Suðurárbotnum og ef
merkingin ördeyðuhraun er rétt og frá gamalli tíð, gæti
uppblástur þarna hafa verið kominn langt á landnámstíð,
þótt erfitt muni reynast að segja af eða á um það. En
náttúrufræðileg atriði má hér vitna í, svo langt sem þau
ná. Ofþurrkur í úrkomuvarinu norðan undir Vatnajökli,
svo og hriplekt hraunaundirlag jarðvegsins, gæti hafa
stuðlað að því, að hinn forni þykki jarðvegur hafi þarna
staðizt verr uppblásturinn en á basalt- og úrkomusvæðinu
sunnan Sprengisands. Og loks er örugg vitneskja um það,
að uppblástur hófst á slóðum Ódáðahrauns þegar fyrir
2500 árum. Sú vitneskja er fólgin í þykkum foksandslög-
um sem bundust á votlendi eða jafnvel í grunnu vatni norð-
an við Hverfjall, hörðnuðu af járnútfellingu og finnast nú
á lyftum brotspildum, og er því auðvelt að rannsaka þau og
finna ótvíræðar sannanir fyrir foksandsuppruna laganna.
Foksandseinkennunum hefi ég lýst í áðurnefndri grein í
Náttúrufræðingnum 1953, og læt því nægja að tæpa á
nokkrum atriðum hér. Sandkornin eru oft greinilega af-
slöpp á brúnum og því slitin af flutningi eftir jörðinni.
Krosslagagerð er einnig eitt foksandseinkennið.
Brot koma fyrir í neðri lögunum, sem efri lögin breiðast
yfir óbrotin. Einnig skilur hraunlag að eldri og yngri lög,
en hvort tveggja bendir til þess að foklagsmyndunin stóð
yfir í verulegan tíma, sem að minnsta kosti verður að telja
í öldum. En augljósustu og einföldustu rökin fyrir því, að
lögin eru foksandur en ekki gosöskulög úr Hverfjalli, eru
fólgin í förum eftir liggjandi eskistöngla, bæði neðst í 5
m þykkum lagastafla og ofan til í honum. Eskistönglar
eru holir og hafa þunna veggi með hringlaga þverskurði.