Saga - 1976, Page 92
84
TRAUSTI EINARSSON
Slíkur þverskurður hefur haldizt í eskiförunum, og þurfti
til þess vissa herðingu foksandslaganna jafnharðan og þau
bættust hvert ofan á annað. En stönglarnir hefðu auðvitað
lagzt saman, ef 5 m þykkt lag af grýttri gosösku hefði lagzt
yfir þá í einu gosi. En því nefni ég þá andstæðu, að Sig-
urður Þórarinsson hefur bitið sig fastan í þá kenningu, að
foksandslögin séu gosaska frá myndun Hverfjalls í miklu
sprengigosi.
Um ástandið norðan Hverfjalls, þegar foksandurinn
festist þar, er að einu leyti enn nokkur óvissa í mínum
huga, sem frekari könnun ætti m.a. að beinast að. Gerð
laganna sýnir sumstaðar greinileg einkenni foksands sem
skríður eftir þurru yfirborði, einkum norðan til, og mold-
arundirlagið talar sama máli, en sumstaðar benda lögin
til vatnsbotns. Lausnin kann að vera mjög grunnt vatn
á suðurhluta svæðisins, sem þornaði upp í þurrkatíð. Eg
hef hér áður vísað til greinar minnar í Náttúrufræðingn-
um 1953, fyrir þá sem kynnu að vilja lesa nánari lýsingu
mína á foksandslögunum. Þar er einnig að finna tilvitnanir
í greinar Sigurðar Þórarinssonar um sprengigoskenningu
hans. En hér er ekki staður til að ræða það hvers vegna
hann lætur sér foksandseinkennin í léttu rúmi liggja.
U. Biskupaleiðin til Austurlands.
Þannig tel ég þá ástæðu til að ætla, að sá hluti ódáða-
hrauns, sem hér er til umræðu vegna leiðar Skálholtsbisk-
upa, hafi ekki aðeins byrjað að fjúka upp fyrir 2500 ár-
um, heldur hafi uppblásturinn verið kominn þar lengra
á fyrstu öldum byggðarinnar en sunnan miðhálendisins,
þar sem jarðvegurinn lá á vatnsheldara undirlagi og úr-
koman var meiri. Leiðin um Frambruna og Ubruna hafi
því ekki verið öllu fýsilegri fyrir hestalestir en nú. Og
svo var þetta löng leið og lá um byggð í Hólaumdæmi.
En ef öræfaleið Skálholtsmanna var ekki valin til flýtis
eða til að troða ekki Hólabiskupi um tær, eða af báðum
þessum ástæðum, hef ðu þeir getað komizt greiðlega í byggð