Saga - 1976, Side 93
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
85
og' á kunnar slóðir í Skagafirði, Eyjafirði eða í Bárðar-
dal. Við skulum gera ráð fyrir, að ferðaflýtir hafi verið
veigamikið atriði, og þá vil ég víkja að möguleika, sem
ekki hefur verið bent á, svo að mér sé kunnugt, en það er
leið upp úr öxnadal, um 7 lun fyrir norðan Kiðagil, enda
er þarna vað á Skjálfandafljóti, og góður hagi í öxnadal
þar sem Stapaá fellur ofan af brún hálendisins frá um
730 m hæð og niður í dalinn. Þeir Þorvaldur Thoroddsen
og ögmundur Sigurðsson fóru á þessu vaði yfir fljótið
og tjölduðu við kofarúst á haglendinu í öxnadal, en nú
er þarna leitarmannakofi í fullum notum. Daginn eftir
riðu þeir félagar meðfram Stapaá upp á hálendið og alla
leið upp á topp á Trölladyngju og til baka niður í tjald-
stað, 13. ágúst 1884 (Ferðabók, I, bls. 357). Á sjálfri
dyngjunni taldi Þorvaldur sig hafa haft gagn af sköflum,
sem þá voru þar enn, svo síðla sumars. Hinu má svo bæta
við, að austan við hraun Trölladyngju taka við greiðfærir
sandar, þar sem fljótfarin leið gat legið í boga suður fyrir
Dyngjufjöll í áningarstað við Vaðöldu, og verður heiti
hennar nú einnig athyglisvert. Eftir loftmyndum að dæma
teygja sandgeirar sig sumstaðar alllangt inn í Trölla-
dyngjuhraunin austan frá og mundu þeir stytta hina eigin-
legu leið á dyngjuhraununum niður í 10 km. Um færið
á dyngjunni austanverðri hef ég ekki fullnægjandi upp-
lýsingar. Ólafur Jónsson gekk eftir dyngjunni frá suðri
til norðurs, og segir í Ódáðahrauni I, bls. 156: „öll er
dyngjan þakin dökku öldóttu helluhrauni", og í II, bls. 152
segir hann að dyngjan sé þakin stórgerðu helluhrauni nema
efst.
Nú ber að hafa í huga, að Trölladyngja er efalaust mjög
gömul. Ósennilegt er að hún hafi þakizt gróðurlendi upp
úr (þ. e. á 1460 m hæð) á fyrra eða síðara birkiskeiðinu,
°g gróðurlag hefði fljótlega fokið af á kaldari skeiðum.
Frostveðrun hlýtur því að hafa mætt mikið og lengi á
dyngjunni og sérstaklega ofanverðri. Það þýðir mulning
Slerjungs og hinna þynnri flagna til að byrja með, en