Saga - 1976, Page 94
86
TRAUSTI EINARSSON
síðan fok þessa efnis í dældir, og utan í dyngju getur þetta
gefið aflanga stalla eða traðir, þaktar sandi og fínmöl,
sem kunnugur maður gæti notað sem greiða hestaleið.
En ókunnugur maður gæti lent með lest sína í ógöngur.
Þess vegna gat það oltið mjög á öruggum fylgdarmanni,
að greiðfær leið væri farin yfir dyngjuhraunin, og þá er
það betur skiljanlegt en ella, að Oddur biskup ætlast til
þess að fá fylgdarmann alla leið í Kiðagil austan af landi.
Eg mun nú nota orðið öxnadalsleið, til þess að auðvelda
frekari umræðu um kaflann frá dalbrún og austur á hina
greiðfæru sanda austan Trölladyngju. Eftir loftmyndum
virtust mér í fyrstu þrjár leiðir koma til greina: 1) Þræða
mátti ása og öldur sem standa upp úr hraununum vest-
an og norðan við Þríhyrning og koma þá við í haga í efstu
drögum Sandmúladalsár. Hraun á allri leiðinni yrðu þá
samanlagt varla breiðari en 10 km og munu að einhverju
leyti sandorpin. Mesta hæð á þessari leið er um 800 m,
eða eins og efst á Sprengisandi. En þessi leið virðist mjög
erfið austantil enda er hér komið í Frambruna eftir lýs-
ingu Ólafs Jónssonar, sem segir hraun þarna mjög úfin,
en Frambruninn sé þó víða sandorpinn. Staðfestir þetta
að sandorpnir kaflar koma fyrir, eins og áður var ályktað,
og mikið um þá á Dyngjuhálsi suður frá Trölladyngju (sjá
myndir í Ódáðahrauni I, bls. 154—155), jafnvel á hrauni
frá lítilli sprungu, sem mun miklu yngri en Trölladyngja.
2)Byrjunin væri hin sama og á 1. leið, en síðan krækt suð-
ur fyrir Þríhyrning í um 900 m hæð, en þá niður brekkur
nokkuð norður með fellinu og síðan stefnt til sanda aust-
suðaustur. 8) Nú væri farið frá öxnadalsbrún til viks
er gengi lengst inn í dyngjuhraunin og síðan farið í boga
í nærri 1100 m hæð umhverfis Há-dyngjuna að norðan,
unz stefnan væri orðin sem næst á Hrímöldu norðanverða
og þá farið niður hraunin í námunda við ölduna, eða eftir
því hvar sandgeirar austan frá næðu hæst upp í dyngj-
una. Af þessum þremur leiðum lízt mér að svo stöddu
máli langbezt á síðasttöldu leiðina. Og þó að ég hafi stuðzt