Saga - 1976, Page 95
SPRENGISANDSVEGUR OG ÖRLÖG HANS
87
þar við loftmyndir úr of mikilli hæð til þess að ég geti
rakið á þeim ákveðna sandorpna leið austan í Trölladyngju,
virðist mér eftir áðursögðu um frostveðrun á svo gamalli
dyngju líklegt að slíka leið megi finna, ef leitað er. 0g
Grjót Þorvalds eru ekki verri en það, að gangnamenn ríða
um þau og smala og reka fé heim á leið, og Þorvaldur kvart-
ar ekki yfir svæðinu sem hestaleið.
öxnadalsleið nr. 3 er um 75 km frá Kiðagili í Hvanna-
lindir. Ef hraði væri 5 km á klst. fyrstu 40 km, en síðan
7 km á klst, mundi ferðin taka 14 klst. Vatnsleysi þarf
ekki að há, ef skaflar eru á dyngjunni, og hagasnapir mun
hafa mátt fá á nokkrum stöðum. En ekki hefði þurft að
fara leiðina í einum áfanga. Vel mátti hvíla hestana eftir
Sprengisandsreiðina, með því að fara stutta dagleið út í
öxnadal og selflytja ef til vill farangur upp að hraunum,
en hafa næturstað í haga í öxnadal. Yfir hraun og sanda
yrði dagleið í Hvannalindir. Þaðan að Brú á Jökuldal er
mun styttra en til Möðrudals, og miklu styttra er til bæja
á Laugarvalladal, meðan hann var byggður. Þetta hefði
verið langtum styttri leið til Austurlands en um Suður-
árbotna. Trölladyngjuhraun munu ekld leituð nú í göng-
um, svo að ekkert virðist knýja á hjá núverandi byggða-
mönnum að fara þá leið sem ég hef rætt um.
Þetta hlaut að horfa öðruvísi við á þeim tíma þegar
Krókdalur var byggður. Þá gátu menn þar átt ýmis erindi
þangað upp, gangandi eða ríðandi, og þá hefði það varla
farið fram hjá þeim, ef þarna var greið leið fyrir lang-
ferðamenn austur á slétta sanda. Þannig gæti þessi leið
h.afa fundizt mjög snemma á öldum.
Ymislegt verður auðskildara, ef þetta hefur verið leið
Skálholtsbiskupa. Barna-Þórður á að hafa komið alla leið að
austan í Kiðagil á móti biskupi. Ekki gerðist þess þörf,
ef leiðin lá fyrst um Suðurárbotna. 1 vísunni alkunnu seg-
ist Þórður leggja matarlaus á Ódáðahraun, og biskup legg-
ur líka beint á Ódáðahraun frá Kiðagili. Ekki væri þetta
rétt orðað, ef leiðin hefði legið norður Krókdal í átt til