Saga - 1976, Blaðsíða 100
92
JÓN Þ. ÞÓR
Thaaes eru fáar og flestar óljósar. Eru þær helzt afla-
fréttir blaðsins Norðra á Akureyri á árunum 1853—’55.
Mest virðist útgerðin hafa verið árið 1854, en þá gengu
þrjú skip til veiðanna.5 Af heimildum má ráða, að a. m. k.
einhverjir af yfirmönnum á hákarlaskútum Thaaes hafi
verið danskir, en annars verður ekkert fullyrt um, hvernig
áhafnir þeirra hafa verið skipaðar.
Ekkert verður nú fullyrt um, hvort útgerð Thaaes hefur
haft áhrif á brautryðjendur þilskipaútgerðar við Eyja-
fjörð, sem hófst skömmu eftir 1850. Hitt mun aftur óhætt
að fullyrða, að útgerð Thaaes hefur engin áhrif haft á
Snorra Pálsson og útgerð hans, enda var hún löngu úr
sögunni er Snorri réðist til starfa hjá Thaae.
Þegar Snorri Pálsson fluttist til Siglufjarðar árið 1864
voru íbúar í Hvanneyrarhreppi 260, og býli þar voru 22
að tölu.7 Tbúar verzlunarstaðarins á Þormóðseyri voru
16 á tveim býlum. Á hinu svonefnda fyrsta býli, þ. e. a. s.
sjálfu verzlunarhúsinu, voru þrjár manneskjur: Snorri,
Chr. Havsteen verzlunarþjónn og roskin vinnukona.8 Á
þessu ári fjölgaði í húsinu er Snorri kvæntist. Kona hans
var Margrét Ólafsdóttir frá Fjöllum í Kelduhverfi.
Verzlunarsvæði Siglufjaxðarverzlunar náði yfir Siglu-
fjörð og Siglunes, Héðinsfjörð og Hvanndali, og einnig
munu Ólafsfirðingar jafnan hafa sótt nokkuð verzlun til
Siglufjarðar. Úr vesturátt komu Úlfdalabændur, og jafnan
átti verzlunin nokkur viðskipti við Fljótamenn.
Helzti atvinnuvegur íbúanna á verzlunarsvæði Siglu-
fjarðarverzlunar var landbúnaður. Flestar jarðirnar voru
þó heldur rýrar, en það bætti sjávargagnið margfaldlega
upp. Tbúar útsveitanna á Norðurlandi hafa frá ómunatíð
stundað fiskveiðar ásamt landbúnaði og að öðru jöfnu
þótti sumar- og haustfiskur drýgstur á grunnmiðum. Þeg-
ar kom fram um miðja 19. öld hófst ný atvinnugrein til
öndvegis með Norðlendingum, — hákarlaveiðar. Hákarla-
veiðar höfðu Norðlendingar að vísu stundað um langan
aldur, en það var þó ekki fyrr en hér var komið sögu, sem