Saga - 1976, Síða 102
94
JÓN Þ. ÞÓR
verzlun. Hann var nú tekinn að eldast, og erfingjar hans
virðast ekki hafa verið mjög áhugasamir um reksturinn.
2. Verzlunarstjóri Gránufélagsins.
Tildrög þess að Gránufélagið keypti Siglufjarðarverzl-
un má rekja til bréfs, sem Snorri Pálsson ritaði Tryggva
Gunnarssyni 17. október 1874. Þar sem bréf þetta verður
að teljast allmerkileg heimild skal það birt hér í heild,
þótt klausa úr því hafi þegar verið tekin upp í þessa rit-
gerð:
„Herra Tryggvi Gunnarsson!
Að eg ónáða yður með línum þessum þarsem eg ekki hef
haft þá ánægju að kynnast yður persónulega, kemur til af
því, að í sumar hafði Thaae við orð að hann vildi selja
Siglufjörð og Hofsós; um þetta vildi eg gefa yður nokkrar
bendingar, ef svo kynni að fara, að hann í vetur einnig byði
yður höndlunarstaðinn.
Eptir minni meiningu ætti Gránufélagið að kosta kapps um
að kaupa Siglufjörð; höndlun hér í sambandi við höndlun
á Oddeyri gæti orðið talsverð; þegar ég kom hingað fyrir
11 árum, hafði vörum verið útskipað héðan mest fyrir 14000
rd., enn nú nokkur síðustu árin hefur það verið fyrir millum
30 og 40 000 rd. Þetta er nú í rauninni ekki mikið, enn ég
er viss um að það gæti orðið hérum 20 000 rd. meira, væri
höndlunin hér í sambandi við höndlun á Eyjafirði, því margir
eyfirðingar mundu leggja hákallslifur hér upp til bræðslu á
vorin, af því svo miklu skemmra er hingað enn á Eyjafjörð
og svo mundi verzlun manna héðan sem margir hingaðtil
hafa sótt í Eyjafjörð, verða mestmegnis við félagið. — Thaae
sagði í sumar, að hann ekki vildi selja Siglufjörð minna enn
15000 rd. Það verð nær engri átt; eg hafði ímyndað mér að
það mætti heita viðunanlegt verð, fengist höndlunarstaðurinn
með íbúðarhúsi því, sem nú er í smíðum og bræðsluhúsinu
með öllum þeim áhöldum, sem því fylgja (fyrir utan skuldir
og vöruleifar) fyrir 10 000 rd. Þetta er nú býsna mikil upphæð
fyrir félagið, enn eg ímynda mér að Thaae gangi inn á að
borgunin skeði terminviis, t. a. m. að upphæðin greiddist á
5 árum; væri svo, þá er björninn unninn að mestu leiti; þvi
ég ímynda mér að eignaðist félagið fyrst staðinn hér, þá