Saga - 1976, Page 103
SNORRI PÁLSSON
95
mundu menn hér smámsaman leggja actíur í félagið sem
svaraði verði húsanna, sem að öðrum kosti mundi valla verða.
— Til að létta félaginu borgunina fyrsta árið, skyldi eg
annaðhvort lána því móti veði í húsunum, eða þá sem actíur
2000 rd., það er að segja, vildi Thaae láta sér nægja að taka
þessa upphæð undir sjálfum sér, sem borgun frá félaginu,
sem eg ímynda mér að hann gjörði; aðrir hér mundu efalaust
fyrsta árið, einkum ef afli yrði bærilegur, geta lagt í félagið
sem actíur hérum 1000 rd. Þetta til samans er strax góður
styrkur. — Skuldir sem hér eru, eru mestallar á vissum
stöðum, affluttar á Nettó Restönsum væri yfrið nógar 10%, á
befalding þarámóti 1. á. m. þeirri sem yrði við nýár í vetur
ekki minna en 60%, best að láta hana ekki koma kaupinu
við, enn Thaae setti hana uppá Auctíum, þarámóti ættu
skuldirnar endilega að seljast með höndlunarstaðnum. —
Þó félagið ætti hægt með og fengi með góðum kjörum,
ætti það ekki að kaupa Hofsós; eignaðist það Siglufjörð,
yrði hann o: Hofsós á milli tveggja elda og lítið til sundrunar
á hinum höndlunarstöðunum sem væru á báðar hliðar. —
Eg veit með vissu að Popp vill gjarnan lcaupa Siglufjörð,
í veginn fyrir það vona eg þér komið (með því að kaupa
sjálfur) því fólk hér mundi kjósa heldur hvern annan en
Popp þó alveg óþekktur væri. —
Það er nú sem stendur allslaust hér af öllu við verzlanina,
enn hálfpartinn von á skipi; verði ekki af því að skipið lcomi,
hafa menn hér talað um að sækja nauðsynjar sínar í vetur
til Gránufélagsins meðan vörur þar hrökkva og gæti þetta
orðið góð byrjun til annars meira. —
Eg veit eg þarf ekki að taka fram við yður að láta engan
vita að eg hafi skrifað yður um þetta, enn hræðslan fyrir því
að Popp, sem er við hendina, mundi ná í Siglufjörð, hefur
knúið mig til þess. — Virðingargjörð á Etablisermentinu,
ásamt athugasemdum, læt eg fylgja yður til leiðbeiningar. —
1 þeirri von að þér virðið þessar hastlínur á hægra veg og
látið engan vita efni þeirra
er eg yðar með vinsemd og virðing
Snorri Pálsson
Ti’yggvi Gunnarsson sýndi þegar mikinn áhuga á að
kaupa Siglufjarðarverzlun, en þótti þó Thaae setja verðið
heldur of hátt.11 Varð svo ekkert af kaupunum það árið.
Af bréfum í bréfasafni Tryggva er ljóst, að Thaae hefur