Saga - 1976, Side 107
SNORRI PÁLSSON
99
Ekki er fyllilega ljóst, hvenær Snorri eignaðist fyrst
hlut í þilskipi, en árið 1869 var hann örugglega orðinn
meðeigandi í þrem skipum, Skildi, Draupni og Gefjuni.13
Skjöld átti Snorri til dauðadags, en árið 1875 hvarf
Draupnir úr eigu hans. Þá eignaðist hann þriðjung í
skipinu Jóhönnu og átti til æviloka.14 Af bréfum er ljóst,
að meðeigandi Snorra að Jóhönnu var Tryggvi Gunnarsson,
en á þessum árum var títt, að menn slægju sér saman um
skip, og var það gert til tryggingar gegn hugsanlegu tjóni.
Af Gefjuni er önnur saga. Skipið var upphaflega franskt,
en strandaði í Siglufirði haustið 1868. Þá keyptu nokkrir
menn úr Siglufirði og Fljótum skipið af strandi og gerðu
það út til hákarlaveiða. Var Snorri einn eigendanna.15 Síð-
ar var í ráði að verzlunarsamtök Húnvetninga og Skagfirð-
inga keyptu skipið til flutninga á milli landa, og var það
þá sent til viðgerðar í Noregi. Ekkert varð þó úr kaup-
unum, og lá Gefjun í reiðileysi ytra um hríð, eða þangað
til Gránufélagið keypti skipið árið 1877. Ekki reyndist
Gefjun hinum nýju eigendum þó nein happafleyta. Hún
fórst með allri áhöfn undir Ólafsfjarðarmúla 27. nóv-
ember 1877.10
I áðurnefndri eftirmælagrein um Snorra í ísafold 9.
janúar 1884 sagði, að hann hefði haft mikinn hug á út-
gerð þilskipa til þorskveiða og gert tvær tilraunir í þá
átt, sem báðar hefðu mistekizt. Einnig sagði eftirmæla-
höfundur, að sumarið 1881 hefði Snorri tekið í þjónustu
sína norsk skip með samlendum áhöfnum og hlotið máls-
sókn fyrir.
Bezta og raunar eina heimildin um þessi mál, er Dóma-
°g þingbók Eyjafjarðarsýslu 1881, bls. 146 o. áfr. Þar
segir, að lögregluréttur hafi verið settur í Siglufirði 27.
ttiarz 1882. Fyrir rétti mætti Snorri Pálsson og sagði svo
frá, að hann hefði á næstliðnu sumri leigt tvö norsk skip
til fiskveiða við Island.
Snorri lagði fram varnarskjal, þar sem hann skýrði
frá því, að hann hefði lengi haft áhuga á því að bæta