Saga - 1976, Síða 108
100
JÓN Þ. ÞÓR
sjávarafla, og þá einkum þorskveiðar, sem algjörlega hefðu
verið vanræktar í Siglufirði um sumartímann. Þess vegna
hefði hann ásamt Einari B. Guðmundssyni á Hraunum
gert tilraun til þorskveiða á þilskipum sumarið 1877, sem
þó hefði ekki tekizt. Síðan sagði Snorri, að nokkrum árum
áður hefði færeyskt fiskiskip legið inni í Siglufirði og
hefðu hásetar róið á skipsbátunum, en verkað aflann um
borð og skorið bæði haus og slóg í sjóinn. Svo brá við, að
fiskur hélzt mun lengur inni á firðinum þetta ár en bæði
fyrr og síðar, og þökkuðu menn það niðurskurðinum.
Að þessari reynslu fenginni kvað Snorri sig hafa langað
til að reyna, hvort ekki mætti hreinlega búa til fiskimið
í Siglufirði, þar sem sjósókn úr firðinum væri örðug vegna
vegalengdar og veðurlags. Aftur á móti hefði reynzt
ómögulegt að fá Islendinga til þess að stunda veiðamar
um háannatímann, og því hefði hann, fyrir milligöngu
Einars á Hraunum, fengið Norðmenn til þess að stunda
þær.
Norðmennirnir fiskuðu lengst af í Siglufirði eða á
Hraunakrók og höfðu sömu aðferð sem Færeyingar. Bar
tilraunin fyllilega tilætlaðan árangur að dómi Snorra.
Að lokum lýsti Snorri því yfir, að hann hefði, að feng-
inni stjórnarbót og atvinnufrelsi, talið þetta athæfi lög-
legt, enda hefði sýslumaður Skagfirðinga staðfest sams
konar samning Einars á Hraunum.
Fyrir réttinn komu tvö vitni, Þorleifur Þorleifsson bóndi
á Siglunesi og Barði Guðmundsson bóndi á Staðarhóli.
Þeim bar saman um, að fiskgegnd hefði verið óvenju
mikil þá um haustið og þökkuðu það niðurskurðinum.
Einnig mætti Jóhann Jónsson í Höfn fyrir réttinum,
ákærður fyrir sama brot sem Snorri. Mun amtmaður hafa
talið þá brotlega gagnvart lögum frá 1872, sem bönnuðu
veiðar útlendinga í landhelgi.
Þess ber að geta, að dóms í máli þessu er ekki getið í
Dóma- og þingbókinni, sem nefnd var hér að framan. I
eftirmælagreininni í Isafold segir, að Snorri hafi verið