Saga - 1976, Page 109
SNORRI PÁLSSON
101
sýknaður í héraði, en amtmaður áfrýjað til Landsyfir-
réttar, en ef til vill afturkallað málið, er hann hefði tapað
öðru sams konar. Mun þar átt við mál Einars sjálfs. Dóm-
urinn skiptir minnstu. Hið merkilegasta er, hve vel þetta
mál endurspeglar sjálfsbjargar- og framfaraviðleitni
Snorra og félaga hans. 1 vissum skilningi má telja þetta
eina fyrstu tilraun Islendinga til fiskiræktar.
2. Tilraunir til síldveiöa.
Frásögn Egils sögu af síldveiðum Skalla-Gríms Kveld-
úlfssonar vitnar um það, að norrænar þjóðir hafa stundað
slíkan veiðiskap frá aldaöðli. Aftur á móti urðu síldveiðar
enginn höfuðatvinnuvegur á fslandi fyrr en seint á síð-
ustu öld, þótt örnefni, t. d. Síldarmannagata í Hvalfirði
bendi til þess, að fslendingar hafi löngum haft nokkur
kynni af fiski þessum.
Árið 1868 urðu straumhvörf í síldveiðum við ísland. Þá
komu Norðmenn fyrst til síldveiða við Austurland, og árið
1879 munu þeir fyrst hafa gert tilraunir til veiða í Eyja-
fírði. Islendingar fengu brátt mikinn áhuga á veiðunum,
°g í títtnefndri eftirmælagrein í Isafold segir, að Snorri
Pálsson hafi óbeint stuðlað að hlutdeild fslendinga að
síldveiðum í Eyjafirði sumarið 1880. Um þessa starfsemi
Snorra er annars ekkert kunnugt, en áhugi hans hefur
þegar vaknað, og 1881 skyldi láta hendur standa fram
úr ermum. Hinn 4. nóvember 1880 skrifaði Snorri Tryggva
Gunnarssyni, og kemur glöggt fram í bréfinu, að eitthvað
hafa þeir ráðgazt um samvinnu við síldveiðar áður, þótt
ekki liggi fyrir bréfagerðir um það. f bréfinu segir svo:
„Það fyrsta sem eg þá vil minnast á við þig er síldarveiði okk-
ar. — 1 haust komu hér 6 síldarveiðaskip sem lögðu hér nót og
innilokuðu víst 1000 Tn. enn daginn eptir kom fjarska rok
sem stóð í 3 daga, svo þeir misstu allt. — Eg leitaði mér
ýmsra upplýsinga hjá þeim og er því kominn að þeirri niður-
stöðu að ef við viljum láta okkar Compagnieskab nokkurn vöxt
og viðgang hafa getum við ekki komist af með minna enn