Saga - 1976, Page 110
102
JÓN Þ. ÞÓR
eg hef skrifað á innlagðan seðil. — (Þessi seðill virðist glat-
aður. J. Þ.). Ef síld kæmi hér að sumri einsog í sumar gæti
maður með þeim útbúnaði aflað hér svo þúsundum tunna
skipti. — Tunnur ættum við ekki að hafa færri en 1000 stk.
og salt sem hér er, er of fínt; til síldarsöltunar þarf St. Ybes
salt 1 Tn. í 4 síldartunnur. — Það verður örðugast að koma
þessu hingað; er ekki hugsandi að síldarveiðafélagið frá
Aalesund gæti flutt þetta hingað fyrir okkur? alténd saltið,
það yrði líklegast það besta, því að leigja skip yrði of dýrt. —
Formaður fyrir því síldarveiðafél. sem var hér heitir „Capt.
T. W. Thorsen. Haugesund Norge“. — Eg skrifa þér Adressu
hans ef þú vildir skrifa honum; hann sagðist geta útvegað
billegar síldartunnur; ekki er heldur ómögulegt að hann
geti látið flytja þetta hingað, því hann ráðgjörði að hafa
hér við land gufuskip næsta ár. — Við verðum að fá einn
mann vanan síldarveiðum til að vera hér yfir sumarið. —
Síldartunnurnar meiga gjaman vera í Skovum, enn verði
það hljótum við að fá heilmikið af gjarðajárni. —“
Síðar í bréfinu sagði Snorri, að ef Tryggvi kæmist í
vandræði með peninga til síldarútvegsins, mætti hann
taka af reikningi sínum í Kaupmannahöfn. Af bréfum
þeirra félaga virðist sem Snorri hafi ætíð átt töluvert fé
erlendis.
Af bréfi þessu er annars ljóst, að Snorri hefur fræðzt
rækilega af Norðmönnum og að fyrirætlanir hans voru
ósmáar. Engu að síður hefur hann gert sér ljóst, að ekki
dugði að flana að neinu, og til þess að koma í veg fyrir að
skaði hlytist af óþarfa viðvaningshætti vildi hann fá
norska síldveiðimenn til kennslu. Snorri mun hafa haft
allgóð sambönd við Norðmenn, m. a. vegna Einars á
Hraunum, sem draldist í Noregi á árinu 1878 og kynntist
þá ýmsum þarlendum útvegsmönnum svo sem sjá má af
bréfum hans til Tryggva Gunnarssonar, rituðum frá
Noregi. Þegar heim kom, ritaði Einar mjög fróðlega grein
um síldveiðar Norðmanna, sem birtist í 3.—4., 5.—6. og
23.—24. tbl. V. árgangs Norðlings 1880. Þar hvatti hann
landa sína til að hefjast handa um síldveiðar og leita sam-
starfs við Norðmenn.