Saga - 1976, Page 112
104
JÓN Þ. ÞÓR
fyrir Siglufirði, en engin áhöld voru til að veiða hana.
Allt fór þó vel að lokum, og 10. september 1881 skrifaði
Snorri aftur:
„Þegar Arcturus kastaði hér attkerum, vórum við að lása inni
síld; Reinhart segir mér að í þeim lás séu 400 tn öðrum 500
tn. enn eg held að það sé meira. — 1 gærkvöldi lásuðum við
liðugar 100 tn. og er nú verið að salta þær. — Mig vantar
reistar tunnur því beykir okkar datt úr sögunni, vil eg nú
því biðja þig að láta jagtina sem félag okkar sendi (til Niels
Korn) koma hingað og hafa Notbrug með sér og veiða hér,
enn taka jafnframt lianda okkur 300 tn. reistar og einn dug-
legan beykir (Sic) sem við gætum haft í okkar þjónustu, seinna
gætum við líklega borgað þessar tunnur „in natura“ þegar
búið væri að reisa það sem við höfum í „Skovurn". — Hér
er heilmikið af síld svo ólíklegt er að jagtin þurfi að fara
fýluferð hingað. — Þetta þyrfti að verða sem allrafyrst. —
Schoustrup fær víst 500 tn. hér og kannske meira ef við
fáum reistar tunnur áður enn hann kemur. — Eg vona að
við stöndum okkur í ár með okkar úthald. — Blessaður
drífðu í með jagtina að hún komi. —“
Þetta bréf sýnir vel, hvílíkir erfiðleikar voru á ferðum,
ef aðflutningar og nauðsynlegir kunnáttumenn brugðust.
Hins vegar ber því ekki að neita, að svo virðist sem afla-
magnið hafi farið fram úr björtustu vonum. Þetta kemur
m. a. fram af öðru bréfi, sem Snorri skrifaði Tryggva 16.
september sama ár, en þar sagði, að þegar væri búið að
salta 350 tn. síldar, en u.þ.b. 1000 tn. til viðbótar lægju í
nót. 1 bréfinu sagði Snorri einnig, að hefði tunnuskortur
ekki hamlað hefði mátt veiða nær takmarkalaust og Rein-
hart, norski nótamaðurinn teldi, að lása hefði mátt 50 skips-
farma af síld á Siglufirði þá um sumarið. Loks kvaðst
Snorri mundu senda u. þ. b. 650 tn. síldar utan með
skipinu Arcturusi.
1 bréfi rituðu 17. október 1881, bað Snorri Tryggva að
greiða veg Jóns Þorfinnssonar, unglingspilts, er hann
sendi til náms í beykisiðn í Danmörku. Þetta var tilraun
til þess að losna undan þeirri kvöð að þurfa að treysta