Saga - 1976, Síða 113
SNORRI PÁLSSON
105
einvörðungu á aðkomumenn, oft útlendinga, við þau störf
útvegsins, sem kröfðust iðnlærðra manna. Gefur það auga
leið, hve dýrt spaug það gat orðið að halda menn á fullu
kaupi allt sumarið, ef veiðarnar brugðust. 1 sama bréfi
kvartaði Snorri undan því, að Havsteen á Oddeyri hefði
látið skipið Herthu sigla framhjá Siglufirði á útleið og
lægju pví 450 tn. saltsíldar eftir.
En svo vel sem veiðarnar gengu sumarið 1881 er Ijóst,
að Snorri hefur ætlað að bæta enn við. Hinn 8. nóvember
1881 skrifaði hann Tryggva:
„Hér er nú myndað annað innlendt síldarveiðafélag sem eg
stend fyrir; það sem til þess þarf af nótum, tunnum og salti
bið eg Lars Brekke að útvega, hitt annað verð eg að biðja
þig að vera mér hjálplegur að útvega“.
Gleðifregnir hefur Snorri fengið með jólapóstinum, því
að í bréfi til Tryggva 27. febrúar 1882 lýsti hann ánægju
sinni yfir velheppnaðri síldarsölu. En tunnurnar 450, sem
eftir lágu frá fyrra ári voru sífellt áhyggjuefni. Um það
fórust Snorra svo orð í sama bréfi:
„Þetta verður dýrt spaug, því vegna þess að tunnurnar eru
ekki góðar má pækla þær á hverjum hálfum mánuði. ...
Helst býst eg við að eitthvað af síldinni verði ónýtt, þó vona
eg að ef skip koma snemma að það verði alldrei mikið“.
Til þess að koma í veg fyrir að slíkir hlutir endurtækju
sig og til þess að tryggja hag Siglfirðinga hafði Snorri
hyggilega lausn á prjónunum. 1 bréfi til Tryggva, rituðu
17. október 1881, stakk hann upp á því, að þeir keyptu
saman skipið Rótu, eða a. m. k. hlut í því, en skipið hafði
Um nokkurt skeið verið í þjónustu Gránufélagsins á sumr-
Um- Hugmynd Snorra var sú, að á vorin kæmi skipið hlaðið
uauðsynjavörum til Siglufjarðar, færi síðan eina ferð á
vegum Gránufélagsins og flytti loks síld utan á haustin,
Jafnvel allt til Pétursborgar. Tryggvi tók hugmyndinni
vel en lyktir málsins urðu þær, að Holme stórkaupmaður
keypti skipið í samlögum við Gránufélagið.17