Saga - 1976, Blaðsíða 114
106
JÓN Þ. ÞÓR
En þótt svo illa færi með útflutning síldarinnar var
engin ástæða til að örvænta og í bréfi 27. febrúar 1882
sagði Snorri, að þeir Tryggvi gætu verið montnir af því
að hafa flutt utan fyrsta „alíslenzka" síldarfarminn.
Tryggvi hefur ekki sparað sér sporin vegna síldarút-
vegsins, 1. marz 1882 skrifaði hann Snorra:
„Alt sem þú baðst um bestilt er hjá Lars Brekke og Reinhardt
fer til okkar að sumri, jeg hef skrifast á við hann. ... Það er
rjett að hann taki 2 menn vana með sjer; jeg skal taka þátt
í skaða og ágóða ef þú lætur þá róa í fisk eða gjöra annað
þar til síldin kemur.—“
Þannig var allt til reiðu í tæka tíð, en hins vegar má
hafa fá orð um síldveiðarnar sumarið 1882: þær urðu
engar, og ollu harðindi og ísalög því að sjálfsögðu. Síld-
veiðiáhöld og starfsmenn þeirra Snorra lentu í miklum
hrakningum og komust ekki til Siglufjarðar fyrr en seint
um haustið.18
Ekki bætti það heldur úr skák, að Lars Brekke, um-
boðsmaðurinn í Noregi, varð gjaldþrota í árslok 1882, og
dróst uppgjör reikninga því á langinn. Frá þessu skýrði
Tryggvi í bréfi, rituðu 14. janúar 1888. Hann kvaðst þó
hafa komið í veg fyrir að íslenzku síldveiðifélögin sköð-
uðust á gjaldþroti Brekkes. Jafnframt kvaðst Tryggvi hafa
gert ráðstafanir til þess að fá nýjan umboðsmann í Noregi.
Ofan á allar þessar þrengingar bættist svo, að þegar
síldin, sem eftir lá í Siglufirði haustið 1881, komst loks
á markað, var hún vart söluhæf. Hinn 14. nóvember 1882
skrifaði Tryggvi:
„Mikið fjandalega seldist síldin hjer — 15 kr. Tn. — hún
var sögð þrá og skemmd — þeg-ar tunnur, Fragt, salt og
verkalaun eru reiknuð frá fáum við lítið eða ekkert fyrir
síldina, svona fór nú það, við verðum þá að græða seinna,
og það mun koma áður langt líður.—“
Vegna þessarar lélegu sölu og tilkostnaðarins 1882 hvarf
ágóðinn af veiðinni 1881.19