Saga - 1976, Page 116
108
JÓN Þ. ÞÓR
niðursuðu þeirra Snorra til Noregs. Frá því hefur þegar
verið skýrt, að árið 1878 var Einar B. Guðmundsson á
Hraunum á ferð í Noregi, að því er virðist fyrst og fremst
í þeim tilgangi að kynna sér atvinnumál. 1 bréfi, sem
Einar ritaði Tryggva Gunnarssyni frá Stavanger 17. októ-
ber 1878, kvaðst hann hafa dvalizt í 6 daga hjá manni að
nafni Thorne, sem hefði keypt og látið slátra 2 kindum,
til þess eins, að Einar mætti sjá hvernig kindakjöt væri
lagt niður. Kvaðst hann nú vonast til að geta unnið að
niðursuðu eftirleiðis. Má af þessu draga þá ályktun, að
ferð Einars hafi að nokkru verið farin til þess að afla
nauðsynlegrar tæknikunnáttu og stofnun niðursuðunnar
því ákveðin áður.
Um stofnun niðursuðunnar í Siglufirði er annars ekkert
kunnugt, en til starfa hefur hún tekið ekki síðar en síð-
sumars 1879. 7. október 1879 skrifaði Snorri Tryggva:
„Dálítið af henkogte Sager sendum við Einar nú með og
biðjum F. Holme að selja það fyrir okkur, eg vona að þú
styðjir þetta fyrirtæki því það mun sannast, að hvort sem
okkur Einari auðnast það eða ekki, þá gæti þetta orðið til
þess, að koma að minnsta kosti kjötinu úr þeirri fyrirlitningu
sem það er í.—“
Af þessum bréfkafla er ljóst, að Snorri hefur gert sér
fulla grein fyrir því, hver vandkvæði hlutu að vera á því
að vinna svo nýrri vöru markað erlendis. Jafnframt taldi
hann sig eygja leið til þess að gera íslenzkt kjöt gjald-
gengt með öðrum þjóðum.
En þótt Einar á Hraunum hafi lært eitthvað í niður-
suðutækni í Noregi, var enn við ýmsa byrjunarörðugleika
að etja, og vissulega þurfti erlend sýnishorn, sem draga
mátti lærdóm af. Hinn 29. október 1879 skrifaði Einar
Tryggva:
„Hugur þinn mun vera samur og jafn til niðursuðunnar? Jeg
býst líka við að hann batni litið ef þú reynir og prófar það