Saga - 1976, Page 117
SNORRI PÁLSSON
109
sem við sendum Holme, því það var ekki svo g'ott sem vera
hefði átt af því allt var í óstandi hjá okkur en „hjer kemur
og hjer fer“ það verður betra með tímanum, og vona jeg þú
heldur verðir þessari viðleitni hlynntur fyrst við erum nú
svo vænir að leysa þig undan öllum áhyggjum um söluna á
því. Sjerílagi máttu ekki útþýða fyrir neinum það sem
stendur á heilagfiskisseðlonum því innihaldið svarar ekki vel
til þess, en verðið segir að það ekki sje kostbær fæða. Jeg
gjöri ráð fyrir hvað ketið snertir að við höfum valið það of
vel (of feitt) því flot vildi samlagast jafningnum þegar
dampað var sem máske spillir fyrir, en íslenzka ketið vona jeg
nái þar rjetti sínum hvað smekkinn snertir. ... auk þess vil
jeg biðja þig að gjöra svo vel að kaupa eina pundsdós af
„Lax í Gelé“ og aðra af „Turbot (Pigvar) i Gelé“ frá Martin
Brandts Fabrik. ... Það hefði líka verið æskilegt að fá eina
dós (litla) af Makrel i Gelé frá norsku niðursuðuhúsi, en jeg
veit ekki hvar útsala er á þeim. Jeg leyfi mjer einnig að
senda þjer litla blikkplötu sem lituð er annarsvegar og
biðja þig gjöra svo vel að útvega okkur greinilega fyrirsögn
með hverju og hvernig maður fær þennan lit á blikkið, og
senda okkur í vor efnið til að mála svosem 1000 dósir ásamt
fyrirsögninni um það“.
Af þessu bréfi, og reyndar fleirum, er Ijóst, að Tryggvi
hefur ekki verið sérlega bjartsýnn á vöxt og viðgang niður-
suðustarfseminnar. Af þeim sökum mun F. Holme, um-
boðsmaður Gránufélagsins, einnig hafa gerzt umboðsmað-
ur þeirra Einars og Snorra í Kaupmannahöfn. Aftur á
móti verður það að teljast glöggt merki þess, hve langt
þeir félagar voru á undan samtíð sinni, a. m. k. hér á
landi, að þeim hugkvæmdist að skreyta dósirnar smekk-
legum vörumerkjum.
Af bréfi, sem Einar ritaði Tryggva 1. marz 1880, virðist
svo sem þeir Snorri hafi fyrst og fremst lagt áherzlu á að
vinna vöru sinni gott orð með kynningu. 1 bréfinu sagði að
sjálfsagt væri að lækka verð vörunnar um allt að helming,
ef salan gengi illa. Einnig bað hann Tryggva að senda
viðskiptavinum sínum á Englandi sýnishorn af fram-
leiðslunni, ef vera mætti mögulegt að vinna henni markað
þur í landi.