Saga - 1976, Page 118
110
JÓN 1». ÞÓR
Litlar heimildir eru til um það, hvernig salan hefur
gengið, en í bréfi Tryggva til Snorra, rituðu 24. marz
1880 sagði, að enn hefði ekkert selzt þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
En Róm var ekki byggð á einum degi, og vart var þess
að vænta, að vörurnar rynnu út á örfáum mánuðum. Sum-
arið 1880 var starfsemi niðursuðunnar haldið áfram af
fullum krafti, og hinn 9. október það ár skrifaði Einar
Tryggva enn. 1 bréfinu sagði, að þeir sendu nú utan 110
dósir af kæfu. Aðalerindi bréfsins var þó að biðja Tryggva
um tillögur varðandi útlit auglýsingaseðla, sem líma átti
á kæfudósirnar, en kæfan var framleidd á mismunandi
hátt. Síðar í bréfinu sagði, að vegna sölumöguleika á Eng-
landi vildu þeir láta prenta á ensku, a. m. k. öðru megin
á dósirnar. Daginn eftir skrifaði Einar Tryggva enn og
sagði þá m. a.:
„Þú gjörir svo vel að láta stimpla handa okkur seðla eptir
meðlag'ðri fyrirmynd hvað orðin snertir, og það svo mikið að
þú getir sendt okkur 2000 í vor með fyrsta skipi. Líka biðjum
við þig um 2000 seðla á kæfudósir, 2000 á dósir með silung
í olíu og 2000 með rjúpum.--------Hvort seðlarnir verða
nokkuð skreyttir því viljum við biðja þig ráða, allt eptir því
hvort nútíðarsmekkurinn útheimtir það, en viðkunnanlegt
þætti líklega að hafa t. d. mynd af kind á ketdósunum, af
rjúpu eða dúfu á rjúpudósunum og silungi eða urriða ... á
silungsdósunum, ef það ekki hleypti fram verðinu til muna.“
Þegar hér var komið sögu, varð vart annað sagt en
starfsemi fyrirtækisins gengi vel. Framleiðslutegundirnar
voru orðnar a. m. k. fjórar, og ef dæma má af seðla-
pöntun Einars, virðist framleiðslumagn hafa verið all-
mikið.
Um þetta leyti virðist einnig svo, sem aukið líf hafi
færzt í sölu afurðanna, og má í því viðfangi geta fréttar
sem birtist í 35.—36. tbl. Norðlings, 17. ágúst 1880, en
þar sagði að reynsla væri komin á niðursuðu þeirra félaga
og að vörur þeirra hefðu fengið góðar viðtökur erlendis.