Saga - 1976, Page 119
SNORRI PÁLSSON
111
Greinarhöfund minnti, að þeir fengju 1 krónu fyrir „litla
dós“ og hafði heyrt að kjötið héldi fullkomlega sínum sér-
staka „viltsmag“ og væru það meðmæli með því hjá öllum
sælkerum. Þessa frétt styðja enn orð Tryggva Gunnars-
sonar í bréfi, sem hann ritaði Snorra 5. maí 1881, en þar
sagði, að meirihluti niðursuðuafurðanna hefði þegar selzt,
og í sama bréfi kemur einnig fram, að Snorri átti hjá
Holme 450 krónur, sem inn höfðu komið fyrir sölu á vör-
um þessum.
Þótt furðulegt megi virðast, bar niðursuðuna lítt á góma
í bréfum þeirra Einars og Snorra til Tryggva eftir þetta.
Þó er ljóst að hún hefur verið starfrækt nokkuð sumarið
1881, en með harðindunum, sem yfir dundu árið 1882,
virðist starfsemin hafa lagzt niður að mestu. 1 bréfi
til Tryggva rituðu 1. marz 1883, gat Einar þess þó, að
Snorri hefði „í fyrra“ sent nokkurt magn af niðursoðnum
vörum, aðallega nautakjöti, til L. Brekke í Álasundi, en
það hefði að mestu verið óselt, er þeir síðast fréttu. Einar
bað Tryggva að sjá til þess, að vörur þessar yrðu fluttar
til Siglufjarðar og sagði síðan:
„Jeg geri helst ráð fyrir að við sem lifum gjörum okkar
eigin maga gott af þessu og öðrum leyfum niðursuðunnar
okkar og jetum þannig upp bæði höfuðið, fæturnar og rófuna
af henni, enda verður líklega einlæg fasta fyrir flestum með
ket árin þau næstu, og gott ef ekki fleira.“
Við fráfall Snorra Pálssonar lagðist starfsemi niður-
suðunnar í Siglufirði niður, en síðar mun Einar á Hraun-
um hafa flutt hana til Haganesvíkur. Það fellur þó utan
takmarka þessarar ritgerðar.
Enn skal þess getið, að í tengslum við niðursuðuiðnað-
inn stofnaði Snorri til blikksmíða á Siglufirði og fékk
frænda sinn Hafliða Guðmundsson, sem lærður var í iðn-
inni til að sjá um smíðarnar.20 Verkefni blikksmiðjunnar
var einkum að smíða dósir fyrir niðursuðuna og botna í
kjöt- og lýsistunnur fyrir verzlunina. Einnig hefur smiðj-