Saga - 1976, Page 120
112
JÓN P. ÞÓR
an að einhverju leyti séð um botnasmíðar fyrir Oddeyrar-
verzlun.21 Er þetta enn eitt dæmi um framsýni og dugnað
Snorra. Hafliði Guðmundsson átti hins vegar lengi heima
í Siglufirði og reyndist þar hinn nýtasti maður.
IV. Störf að félagsmálum.
1. Á alþingi.
I kosningum til fyrsta löggjafarþings Islendinga, 1875,
var Snorri Pálsson kjörinn annar þingmaður Eyfirðinga.
Fyrsti þingmaður héraðsins var Einar Ásmundsson, bóndi
í Nesi í Höfðahverfi. Á þessum tíma var kjörtímabilið
þrjú þing, og sátu þeir Einar og Snorri allt kjörtímabilið.
Á þinginu 1875 hlaut Snorri sæti í neðri deild og var
kjörinn í fjárlaganefnd, sem starfaði undir forystu dr.
Gríms Thomsen. Þessu kjöri hafa vafalaust fylgt allmikil
störf, en raunverulega voru fjárlögin helzta mál þingsins,
sem var hið fyrsta eftir tilkomu stjórnarskrárinnar, og
hefur jafnan þótt eitt rólegasta þing 19. aldar, ef svo
má að orði kveða.
Ekki var Snorri ýkja umsvifamikill á sínu fyrsta þingi.
I umræðum um fjárlagafrumvarpið tók hann aðeins einu
sinni til máls og þá til þess að gagnrýna það, sem hann
taldi ranga notkun og meðferð á kollektusjóðnum. Taldi
Snorri, að með réttum reikningsskilum sjóðsins mætti
auðveldlega stofna til tveggja gagnfræðaskóla í landinu.22
Snorri var formaður og framsögumaður nefndar, sem
skipuð var í neðri deild til þess að fjalla um frumvarp til
laga um skipsströnd. Frumvarp þetta var borið fram af
dönsku stjórninni, og mun tilgangurinn framar öðru hafa
verið sá, að koma fastri skipan á um þessi mál, enda kom
það fram í framsöguræðu Snorra, að íslenzk lög voru ekki
til um þetta efni, ef rekabálkur Jónsbókar var undan-
skilinn. Litlar breytingar voru gerðar á frumvarpinu að
öðru leyti en því, að orðalagi var víða hnikað til. Var
það síðan samþykkt samhljóða.23