Saga - 1976, Síða 121
SNORRI PÁLSSON
113
Enn var Snorri kosinn í nefnd, er fjallaði um stjórnar-
frumvarp til laga um fiskveiðar útlendinga hér við land.
Aðalefni þessa frumvarps var að liðka sem mest samskipti
Islendinga og erlendra fiskimanna. Frumvarpið var að
nokkru leyti runnið undan rifjum frönsku stjórnarinnar,
en útlendum fiskimönnum þótti oft full erfitt að ná til
réttra yfirvalda, er þeir þurftu að leita hafnar hér við
land. Snori’i var kosinn framsögumaður nefndarinnar, sem
um málið fjallaði, en breytingartillögur hennar voru ein-
ungis varðandi orðalag, og var frumvarpið síðan sam-
þykkt.24
Enn skal þess getið, að Snorri átti sæti í nefnd, sem
kosin var af neðri deild til þess að fjalla um stofnun laga-
skóla á Islandi,25 og sömuleiðis sat hann í nefnd, sem
fjallaði um gufuskipaferðir með ströndum landsins. 1 áliti,
sem nefndin sendi frá sér, var Siglufjörður á meðal fyrir-
hugaðra viðkomustaða, og má þar e. t. v. greina áhrif
Snorra.26
Fyrir þinginu 1875 lá frumvarp til laga um nýja skipan
læknishéraða á Islandi. Þingið afgreiddi frumvarp þetta
sem lög með nokkrum breytingum þó. Samkvæmt hinum
nýju lögum skyldi Siglufjörður, ásamt þrem prestaköllum
í Skagafjarðarsýslu, Ólafsfirði og Grímsey verða sérstakt
keknishérað, en þetta svæði hafði yfirleitt verið að
mestu læknislaust fram til þessa.27 Sú skoðun hefur komið
fram, að Snorri hafi komið því til leiðar, að þessi skipan
var á gerð.28 Erfitt er að andmæla þessu, en eigi það við
i'ök að styðjast, þá hefur hann unnið að máli þessu á bak
við tjöldin, því aldrei tók hann til máls, er rætt var um
læknaskipunarlögin á þinginu.
Því hefur einnig verið haldið fram, að Snorri hafi á
þinginu komið því til leiðar, að hestvegur var ruddur yfir
Siglufjarðarskarð.29 Um þetta atriði gildir svipuð rök-
semdafærsla og hið síðastnefnda. Frumvarp til laga um
vegabætur var að vísu borið fram á þinginu 1875, af Jóni
Sigurðssyni, og Snorri átti þátt í breytingaruppástungu.
8