Saga - 1976, Page 123
SNORRI PÁLSSON 115
að frumvarpi til laga um stofnun gagnfræðaskóla á Möðru-
völlum í Hörgárdal.32
Á þinginu 1879 sat Snorri sem fyrr í neðri deild, en var
aftur á móti ekki kjörinn í fjárlaganefnd að því sinni.
Þegar nefndarkjörið fór fram hlutu þeir Snorri og Eggert
Gunnarsson jafnmörg atkvæði. Samkvæmt þingsköpum
var þá varpað hlutkesti um það hvor þeirra skyldi hljóta
sætið og kom upp hlutur Eggerts.33
Á þessu þingi átti Snorri annars sæti í þrem nefndum.
Ein þeirra átti að f jalla um málefni lærða skólans í Reykja-
vík, og sátu í henni auk Snorra þeir Halldór Kr. Frið-
riksson og Tryggvi Gunnarsson. Nærri má geta, að Hall-
dór, sem var framsögumaður nefndarinnar og yfirkennari
skólans, hlýtur að hafa haft langmest áhrif þeirra þre-
menninganna. Annars virðast störf þessarar nefndar hafa
verið allviðamikil, og skilaði hún ýtarlegri álitsgerð.34
1 hinum tveim nefndunum, sem Snorri átti sæti í, voru
samnefndarmenn hans sr. Arnljótur Ólafsson og Björn
Jónsson, en störf þessara tveggja nefnda fóru mjög í sama
far. Önnur nefndin, sem Snorri var skrifari í, skyldi
fjalla um frumvarp til laga um samþykkt á tekju- og út-
gjaldareikningum Islands árin 1876—77. Skilaði sú nefnd
ýtarlegri álitsgerð.35
Hin nefndin fjallaði um frumvarp til fjáraukalaga fyrir
sömu ár og gerði við það ýmsar breytingartillögur.36
Á þessu þingi var Snorri Pálsson meðflutningsmaður að
ýmsum breytingartillögum og atkvæðum, en að aðeins
einni tillögu stóð hann einn. Þá bar hann fram breytingar-
atkvæði við frumvarp til laga um tekjur presta og kirkna.
í þessu breytingaratkvæði fólst, að Snorri vildi láta fella
niður 5 álna þóknun til presta fyrir að skíra börn, en jafn-
framt láta hækka sem því næmi þá greiðslu, sem prestar
fengju fyrir að ferma. Einnig vildi hann láta fella niður
greiðslu legkaups.37
Breytingaratkvæði þetta studdi Snorri með því, að
skírnin væri sakramenti og því ætti ekki að taka gjald