Saga - 1976, Page 124
116
JÓN Þ. ÞÓR
fyrir hana fremur en t. d. altarissakramenti, auk þess sem
skírnarathafnir færu oftast fram við messur og því þyrftu
prestar sjaldan að gera sér ómak vegna þeirra beinlínis.
Að því er snertir afnám legkaups kvaðst Snorri búast við
því, að söfnuðir tækju fljótlega við fjárhaldi kirkna sinna
og þá myndu prestar missa þessa tekjulind. Auk þess
taldi hann greiðslur fyrir leg í vígðum reit hneykslanleg-
ar.38 yjg agra umræðu um frumvarpið í neðri deild var
breytingaratkvæði Snorra fellt.30
Þegar breytingaratkvæði þetta og þær umræður, sem
af því spunnust, eru frátaldar, tók Snorri aðeins þrisvar
til máls á þinginu. Þegar rætt var um að veita Torfa í
Ólafsdal styrk á fjáraukalögum 1878—79 til þess að smíða
ljáina frægu, var Snorri styrknum meðmæltur og taldi, að
samanborið við gömlu ljáina mætti með almennri notkun
Torfaljáanna spara þjóðinni 120 000 dagsverk á ári, auk
annars.40
Þegar rætt var um tekjur prestakalla á Islandi, tók
Snorri til máls og mótmælti því, að nefnd sú, sem um
frumvarp um þetta efni hafði fjallað lækkaði fjárveitingu
til Hvanneyrarprestakalls í Siglufirði úr kr. 300 í kr. 200
á ári. Taldi Snorri, að málið væri ekki nægilega undirbúið
af hálfu nefndarinnar og mælti með því að afgreiðslu
þess yrði frestað. Það var þó ekki gert.41
Loks tók Snorri til máls við 3. umræðu um frumvarp
til laga um samningu verðlagsskráa. Honum þótti ýmsir
gallar vera á frumvarpinu, en þó fyrst og fremst, að sam-
kvæmt því myndu verðlagsskrár alls ekki samræmast kröf-
um tímans að því er snerti breytingar á verðgildi ýmissa
vörutegunda.42
Þegar þinginu 1879 var slitið lauk þingferli Snorra.
Eftir þetta gaf hann ekki kost á sér til þingsetu, þótt
eftir væri leitað.
Ef litið er á þingferil Snorra Pálssonar í heild, verður
að vísu varla sagt, að hann hafi verið ómerkur, en þó óneit-
anlega heldur endasleppur. Snorri virðist hafa verið einna