Saga - 1976, Page 125
SNOKKI PÁLSSON
117
virkastur á fyrsta þinginu og þá hafa komið fram ýmsum
málum, er til heilla horfðu heimahéraði hans. Síðan dró
smám saman úr honum kraftinn, unz hann neitaði að
gefa kost á sér. Á þessu virðist mér sú skýring nærtækust
að Snorra hafi hreinlega leiðzt þingstörfin. Og þegar aukið
líf færðist í athafnir hans um 1880, sem þegar er sýnt,
hefur hann ákveðið að ríða eigi framar til þings.
2. Félagsmálastörf heima í héraSi.
Hinn 18. júlí 1868 birtist grein í blaðinu Norðanfara,
þar sem skýrt var frá því, að þrír menn, B. A. Steincke,
Tryggvi Gunnarsson og Einar Ásmundsson, hefðu verið
kosnir í nefnd, er semja átti lög ábyrgðarfélags Eyfirð-
inga og drög að starfsreglum þess.
Að því hefur verið vikið fyrr í þessari ritgeró', að út-
gerðarmenn áttu oft skip í samlögum til þess a£ tryggja
sig eftir mætti gegn stórtjónum. Slíkar tryggingar voru þó
ófullnægjandi, og nú á dögum efast sennilega enginn um
þá nauðsyn, sem var á stofnun tryggingarfélags á þessum
vettvangi. Þörfin á tilveru slíks félagsskapar var jafnljós
útgerðarmönnum á fyrri öld, en naum fjárráð og skortur
á félagshyggju urðu þess valdandi, að fæðingarhríðir fé-
lagsins urðu bæði langar og harðar.
Þá var fyrst hreyft á prenti norðanlands hugmyndinni
um stofnun ábyrgðarfélags eða sjóðs þilskipa, er blaðið
Norðri á Akureyri skýrði frá því í marz 1854, að Isfirð-
ingar hefðu ráðstafað af skaðabótasjóði sínum 200 rd. til
þess að hjálpa ekkjum drukknaðra sjómanna, en slys
höfðu verið mikil þar vestra þá um veturinn. Af þessari
frásögn virðist mega ráða, að skaðabótasjóður Isfirðinga
hafi fyrst og fremst verið líftryggingarsjóður sjómanna.
Norðri skýrði einnig frá því, að Isfirðingar hefðu
stofnað annan sjóð til tryggingar skipum. Þetta tækifæri
notaði svo ritstjóri blaðsins til þess að hvetja til stofnunar
slíkra sjóða í öðrum landshlutum, og var þeim orðum auð-