Saga - 1976, Síða 126
118
JÓN I>. ÞÓR
sjáanlega beint til Eyfirðinga öðrum fremur.
Eftir þetta var málinu haldið vakandi í blöðum á Akur-
eyri og ýmsar greinar ritaðar um nytsemi slíkra ábyrgðar-
félaga eða sjóða, þótt ekkert yrði úr framkvæmdum fyrr
en árið 1868, sem fyrr er greint. Jafnvel þá munaði
minnstu, að allt færi út um þúfur sökum smásmugulegrar
tortryggni og hrepparígs, en Eyfirðingar og Siglfirðingar
gátu ekki orðið sammála um, hvar stjórn félagsins skyldi
sitja, — hvorir tveggja vildu hafa hana hjá sér.
Lítið er nú vitað með vissu um það, hvernig stofnun
„Hins eyfirzka ábyrgðarfélags“ bar að, en þó er Ijóst, að
félagið hefur tekið til starfa snemma árs 1868.43 Eyfirð-
ingar stóðu einir að stofnuninni, en ári síðar höfðu Sigl-
firðingar bætzt í hópinn, og var þá stofnuð Siglufjarðar-
deild félagsins.44
í margnefndri minningargrein um Snorra í Isafold sagði,
að hann hefði frá upphafi og allt til dauðadags stjórnað
Siglufjarðardeild ábyrgðarfélagsins, án þess að taka þókn-
un fyrir. Engar heimildir eru nú tiltækar, er greina frá
störfum Siglufjarðardeildar sérstaklega, hins vegar er
vitað með vissu, hvert var hlutverk félagsstjórnarinnar
og hvaða málum félagið beitti sér einkum fyrir. Því má fara
nærri um það, hvert hlutverk Snorra Pálssonar hefur
verið á þessum vettvangi.
I lögum „Hins eyfirzka ábyrgðarfélags“, sem prentuð
voru í Norðanfara 19.—20. tbl. 8. árg., 15. apríl 1869, var
hlutverk félagsins skilgreint. 1 4. grein laganna sagði, að á
aðalfundi, sem haldinn skyldi annað hvert ár, skyldi kjósa
félaginu þriggja manna stjórn. Ekki var þó kosin nema
ein stjórn fyrir báðar deildir, og hefur Snorri því í raun
og veru verið umboðsmaður í Siglufjarðardeild.
Samkvæmt 2. og 3. grein félagslaganna var hlutverk
umboðsmannsins að innheimta og selja ábyrgðargjöld í
sinni deild. Að sjá um virðingu skipanna og að sjómanna-
lög félagsins væru virt samkvæmt 9., 10. og 12. grein
laganna. Nú virðist svo sem þetta hafi ekki verið ýkja