Saga - 1976, Page 130
122
JÓN Þ. ÞÓR
þess vegna hefur lítið verið vikið að einkalífi hans. Heim-
ildum ber þó saman um að Snorri hafi lifað mjög ham-
ingjusömu lífi. Hann kvæntist árið 1865, Margrétu Ólafs-
dóttur úr Kelduhverfi. Þau eignuðust sjö börn, en aðeins
fjögur náðu fullorðins aldri. Margrét lifði lengi eftir lát
manns síns. Hún lézt á Siglufirði árið 1926.
Snorri Pálsson var mikill bóka- og fróðleiksmaður, og
samkvæmt áðurnefndri eftirmælagrein í Isafold lagði hann
kapp á að fylgjast sem bezt með öllum nýjungum í vís-
indum og tækni. Einkum unni hann þó fögrum og and-
ríkum skáldskap, og má í því viðfangi minna á, að árið
1879 hafði hann um það forgöngu ásamt dr. Grími Thom-
sen, að stofnað var til samskota til minnisvarða Hallgríms
Péturssonar. Sá minnisvarði stendur nú við dómkirkjuna
í Reykjavík. Enn má geta þess að Snorri stundaði allmikið
lækningar og varð mörgum að liði á því sviði, þótt aldrei
hefði hann lagt stund á læknisfræði í eiginlegum skilningi.
Snorri Pálsson lézt úr taugaveiki 13. febrúar 1883.
TILVITNANASKRÁ
1 Ministerialbók Myrkárkirkju, 62 (í Þjóðskj.s.).
2 Manntal 1855.
3 Ministerialbók Hofsstaðasóknar, 97 (í Þjóðskj.s.).
4 Um verzlunarrekstur Thaae á Islandi sjá nánar: Þorkell Jó-
hannesson: Lýðir og landshagir I., 265—91.
5 Norðri 15.—16. tbl., ágúst 1854.
Norðri, 17.—18. tbl., september 1853.
7 Sóknarmannatal Hvanneyrarprestakalls 1964 (í Þjóðskj.s.).
8 Sóknarmannatal Hvanneyrarprestakalls 1864.
0 Bréfasafn sr. Davíðs., Lbs. 1105 C 4to.
i') Skýrslur um landshagi á íslandi III, IV, V.
11 Bréf Tryggva til Snorra dags. 19. apríl 1875.
12 Eignalýsingin er varðveitt í Amtsskjalasafninu á Akureyri.
13 Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði: Æfisaga I., 225—30.
14 Skjal í plöggum Gránufélagsins í Amtsskjalasafninu á Ak.
15 Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði: Æfisaga I., 225.
io Tryggvi Gunnarsson II., 287 — 91.
i" Bréf Tryggva til Snorra dags. 14. janúar 1883.