Saga - 1976, Page 134
126
SIGURÐUR RAGNARSSON
þróun hefst nokkru fyrir aldamót, nær hámarki á árunum
1907—1920, en fjarar síðan út smátt og smátt. Þá verður
gerð grein fyrir þeim deilum, sem urðu hér á landi á
árunum kringum aldamót, um rétt utanríkismanna til fast-
eignaráða á Islandi. Umræðan um að takmarka rétt utan-
ríkismanna í þessum efnum fékk byr undir báða vængi,
þegar fossasala og leiga vatnsréttinda hófst, og má líta
á þessa umræðu sem eins konar undanfára að setningu
fossalaganna 1907, en um þau verður einnig fjallað og
reynt að meta áhrif þeirra og gildi. Einnig verður vikið
að nokkrum öðrum aðgerðum opinberra aðila í fossa-
málinu og afstöðu þeirra til einstakra annarra þátta þess,
sem voru á dagskrá á umræddu tímabili.
I. Sala og leiga vatnsréttinda hefst hér á landi.
Það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar, að farið var
að falast eftir fossum og öðrum vatnsréttindum hér á
landi til kaups eða leigu með hliðsjón af hugsanlegri beizl-
un fossanna til raforkuframleiðslu. Upphaf þessarar þró-
unar má að sjálfsögðu rekja til þess, að vatnsafl var,
þegar hér var komið sögu, orðið einn helzti orkugjafi heims
og hafði í sér fólgin mikil og vaxandi verðmæti. Eftir að
leyst höfðu verið þau tæknilegu vandamál, sem voru sam-
fara raforkuframleiðslu með vatnsaflsvirkjunum, hafði
raforkunotkun aukizt hröðum skrefum, og notagildi raf-
orkunnar orðið æ fjölþættara. Island var og er auðugt að
virkjanlegu vatnsafli og því ofur eðlilegt, að athygli
manna beindist að fallvötnum landsins og hugsanlegri
nýtingu þeirra.
Sjálfir voru Islendingar afar seinir til aðgerða í þess-
um efnum og sýndu furðulegt tómlæti varðandi beizlun
vatnsaflsins í þágu landsins barna. Til marks um þetta
má taka viðbrögðin, þegar fyrst var bryddað upp á þeirri
hugmynd 1894, að virkja Elliðaárnar í þágu Reykvík-