Saga - 1976, Page 135
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAAFORM
127
inga.1) Flest blöðin höfðu takmarkaða trú á slíku fyrir-
tæki eða voru því beinlínis andsnúin, og bæjarstjórn
Reykjavíkur þekkti ekki heldur sinn vitjunartíma í raf-
magnsmálunum. Sá, sem stóð á bak við hugmyndina um
virkjun Elliðaánna að þessu sinni, var Frímann B. Arn-
grímsson. Hann var borinn og barnfæddur á Islandi, en
hafði flutzt vestur um haf rétt innan við tvítugsaldur
árið 1874. I Vesturheimi aflaði Frímann sér verulegrar
menntunar og margháttaðrar starfsreynslu, m. a. með
störfum hjá The General Electric Co., hinu mikla raf-
magnsfyrirtæki. Árið 1894 kom Frímann aftur til fóstur-
jarðarinnar gagntekinn þeirri hugmynd að vekja landa
sína til vitundar um hina nýju tækni og alla þá kosti, sem
hún hefði upp á að bjóða. Frímann hafði í fórum sínum
tilboð frá General Electric um efni til raflýsingar fyrir bæ
á borð við Reykjavík. Hann hélt einnig opinberan fyrir-
lestur um „Raflýsing og rafhitun Reykjavíkur.“ Fyrir-
lestur þessi birtist síðar í Fjalllconunni, en ritstjóri henn-
ar, Valdimar Ásmundsson, hafði meiri skilning á boðskap
Frímanns en flestir aðrir.2) Þótt þessi tilraun Frímanns
hefði verið unnin fyrir gýg, lét hann samt ekki hugfallast,
heldur gerði bæjarstjórn Reykjavíkur ári síðar ákveðið
tilboð um raflýsingu bæjarins á vegum The General Elec-
tric Co. of London. Undirtektir urðu að vísu betri nú en
verið hafði árið áður, en þó ekki það góðar að úr fram-
kvæmdum gæti orðið.3)
Áhugi almennings á nýtingu vatnsaflsins vaknaði fyrst
að maj-ki um og eftir aldamótin, þegar farið var að ein-
hverju ráði að virkja vatnsaflið í Skandinavíu, einkum
Noregi. Þetta voru þau lönd, sem flestir Islendingar
1) Eðvarð Árnason: Minningarbók um Frímann B. Arngrímsson,
bls. 24—29 og Jón Guðnason: Verkmenning Islendinga IV. Raf-
orka, bls. 2—5.
2) Fjallkonan 15/11 og 28/11 1894.
3) Þjóðólfur, 13. desember 1895.