Saga - 1976, Qupperneq 136
128
SIGUKÐUR RAGNARSSON
þekktu bezt til, og einkum voru samskipti við Noreg mikil
og margvísleg einmitt á þessum árum. Það virðist ljóst, að
fordæmi norrænu frændþjóðanna, einkum Norðmanna,
hafi öðru fremur orðið til þess að vekja menn hér á landi
til umhugsunar um fossamálin, en lítið hafi gætt áhrifa
frá þeim löndum, sem alfyrst voru á ferðinni í þessu efni,
s. s. Sviss, Austurríki og Bandaríkjunum. Framvinda
vatnsvirkjunar- og raforkumála í Bandaríkjunum hafði
þó að einu leyti áhrif hér á landi, því að þaðan kom sá
maður, sem fyrstur hófst handa um að tryggja sér um-
ráð fossa og fallvatna hér á landi, ýmist með kaupum eða
leigu. Sá maður, sem hér um ræðir, var Oddur V. Sigurðs-
son vélfræðingur. Oddur var fæddur í Reykjavík, sonur
Sigurðar Jónssonar, sem var einn kunnasti járnsmiður bæj-
arins í lok 19. aldar. Oddur fluttist á unga aldri til Banda-
ríkjanna og dvaldist þar um árabil. Þar lagði hann gjörva
hönd á margt, m. a. fann hann upp vél til framleiðslu á
acetylengasi.4) Meðan Oddur var búsettur vestanhafs,
átti hann þess að sjálfsögðu kost að fylgjast með fram-
vindu vatnsvirkjunarmála og hagnýtingu raforkunnar þar
í landi, og á því leikur tæpast nokkur vafi, að ör þróun
þessara mála í Bandaríkjunum varð honum hvati til að
leggja inn á þá braut, sem vikið var að hér að framan.
Snemma um haustið 1897 kom Oddur Sigurðsson hingað
til lands frá London, en þangað var hann þá nýfluttur.
Brátt varð opinbert, að megintilgangur hans með Islands-
ferðinni var að fá leigða fossa. Einnig rannsakaði hann
kalklög í Esjunni. Virðist einkum hafa vakað fyrir Oddi
að virkja vatnsafl til raforkuframleiðslu, en þá orku, sem
þannig fengist, átti síðan að nota til að bræða saman
kol og kalk, svo að úr yrði kalciumkapbíð, sem nota
mætti við framleiðslu á acetylengasi. Frekari rannsóknir
•i) Lúðvík Kristjánsson: Úr bæ í borg. Ævisaga Knud Zimsen, bls.
247. Sjá einnig Austra 10. maí 1899 og ísafold 16. september
og 30. september 1899.