Saga - 1976, Blaðsíða 137
FOSSAKAUP OG FRAMICVÆMDAÁFORM 129
leiddu þó síðar í ljós, að kalklögin í Esjunni hentuðu ekki
til þessara þarfa.5)
Ef marka má frásagnir blaða, virðist Oddur hafa stefnt
að þvC að tryggja sér umráð yfir sem allra flestum stór-
fossum landsins, fyrst og fremst í því skyni að geta sýnt
erlendum fjármagnsaðilum, sem hann hugðist leita sam-
starfs við, fram á, að þeir þyrftu ekki að óttast hættulega
samkeppni í bráð, ef þeir legðu fram fé til fyrirtækja
hér á landi.6) Við umræður á alþingi kom fram, að Oddur,
og félag það í Englandi, sem hann var í tengslum við,
viðhöfðu þá aðferð við vatnsréttindaöflunina að senda
jarðeigendum, sem áttu land að stórfossum, prentuð eyðu-
blöð, þar sem tilgreindir voru leiguskilmálar, og þeir
hvattir til að skrifa undir samninga um leigu á fossum
sínum.7) Varð Oddi verulega ágengt við þessa vatnsrétt-
indaöflun og virðist ekki hafa verið miklum erfiðleikum
bundið fyrir hann að afla sér umráðaréttar yfir ýmsum
þeim fossum og fallvötnum, sem hann einkum hafði áhuga
á. Einna mestum árangri í réttindaöflun þessari náði hann
í Þingeyjarsýslu, en honum varð einnig talsvert ágengt á
Vestfjörðum og Suðurlandi.
Oddur gerði samning um leigu vatnsréttinda við eig-
endur og umráðamenn nokkurra jarða, sem áttu land með-
fram Jökulsá á Fjöllum. Hér var um að ræða jarðirnar
Reykjahlíð, Svínadal og Hafursstaði.8) Samningurinn um
vatnsréttindi Reykjahlíðar var gerður í ágústmánuði
1897, en hinir samningarnir ári síðar, samningurinn um
réttindi Hafursstaða í júní, en Svínadals í september. Með
leigusamningum, sem undirritaðir voru í ágústmánuði
1897, tryggði Oddur sér einnig umráð þeirra vatnsréttinda,
6) Ibid.
°) Austri 10. maí 1899, Þjóðólfur 21. apríl 1899 og Bjarki 13. maí
1899.
7) Alþingistíðindi 1901 A 315—316 og Alþingistíðindi 1905 B 2544.
8) Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917—1919, bls. 49—50.
9