Saga - 1976, Blaðsíða 138
130
SIGURÐUR RAGNARSSON
sem jarðirnar Ljósavatn, Barnafell og Hrifla áttu í Skjálf-
andafljóti.9) Þá er þess að geta, að sumarið 1899 gerði Odd-
ur samning við eiganda jarðarinnar Dynjandi í Auðkúlu-
hreppi í ísafjarðarsýslu, sem tryggði honum umráð yfir
öllu fossafli í landi téðrar jarðar.10) I öllum ofangreind-
um tilvikum var um leigusamninga til ótiltekins eða þá
mjög langs tíma að ræða, 100—200 ára.
Heim kominn úr ferð sinni til Islands hófst Oddur Sig-
urðsson handa um að reyna að fá enska fjármálamenn til
að leggja fram fjármagn til virikjunar íslenzkra fall-
vatna.* 11) Flest er á huldu um þessa viðleitni Odds, en hún
bar þó þann árangur, að stofnað var félag, The Iceland,
Water Poiver Exploration Syndicate Ltd., sem ætlað var
það hlutverk að eignast og hagnýta vatnsafl á Islandi. 1
september árið 1899 kom enskur verkfræðingur til Reykja-
víkur á vegum félagsins. Verkefni hans var að mæla vatns-
magn og kanna aðstæður í Brynjudalsá og Sogi. Athug-
anir hins enska verkfræðings leiddu í ljós, að Brynjudalsá
þótti lítt til virkjunar fallin, en Sogsfossa taldi hann hag-
kvæma til virkjunar, enda þótt fjarlægð þeirra frá sjó og
léleg hafnarskilyrði við suðurströndina drægju nokkuð úr
hagkvæmni þeirra.12) Rétt er að nefna í þessu sambandi,
að félag það, sem nefnt var hér að framan, gerði sumarið
1899 leigusamning um umráð yfir Sogsfossum og að auki
yfir helmingi allra vatnsréttinda í Efra-Sogi.13) Samning-
ur þessi var undirritaður í Reykjavík hinn 17. júní 1899
og honum var þinglýst ári síðar bæði í Grímsnes- og
Grafningshreppi. Samningurinn kvað á um, að félagið
tæki á leigu alla þá fossa, sem væru í landi jarðanna Bílds-
°) Ibid. bls. 50—51.
10) Eftirrit samningsins í fórum höf.
11) Úr bæ í borg, bls. 247.
12) Úr bæ í borg, bls. 247, ísafold 16. september og 30. september
1899 og Þjóðólfur 29. september 1899.
13) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa Dagbók 4, nr. 83.