Saga - 1976, Side 139
FOSSAKAUP OC, FRAMKVÆMDAÁFORM
131
fells og Úlfljótsvatns í Grafningi og Efri-Brúar og Syðri-
Brúar í Grímsnesi, ásamt því landrými, sem þyrfti undir
byggingar og önnur mannvirki, sem reist yrðu vegna
virkjunar fossanna. Samningurinn var gerður til 200 ára.
Afgjaldið átti að nema 100 kr. á ári fyrstu fjögur árin á
jarðirnar Bíldsfell og Úlfljótsvatn, en úr því bar félaginu
að greiða 200 kr. á ári fyrir réttindi hverrar hinna fjög-
urra jarða, væru framkvæmdir þá hafnar. Samningurinn
hafði einnig að geyma ákvæði, þar sem kveðið var á um
hækkun afgjaldsins í áföngum, unz það næmi 500 kr. ár-
lega á hverja jörð árið 1921.14) Af þessu má sjá að upp-
haflegt leigugjald var lágt, en jarðeigendur bundu samn-
inginn þeim fyrirvara, að hann félli úr gildi, „ef enginn
mannvirki verða gjörð við nokkurn foss í landareign fram-
annefndra jarða, innan ársloka 1903 .. ,“.15) Þetta síðast-
talda ákvæði bendir til þess, að umráðamönnum jarða
þeirra, er hlut áttu að máli, hafi þótt allur varinn góður í
viðskiptum sínum við The Iceland Wcvter Power Explo-
ration Syndicate Ltd. Ekkert varð úr framkvæmdum af
hálfu hins enska félags, og féllu því réttindi þess niður.
Flest er óljóst um félag þetta. Það virðist ekki hafa haft
neina íslenzka hluthafa, og vafalaust hafa fjárráð þess
verið takmörkuð.
Framkvæmdaáform Odds og hins enska hlutafélags
virðast fyrst og fremst hafa beinzt að framleiðslu á ace-
tylengasi. Iiér á landi var að vísu að fá gnótt ódýrrar
raforku, en helztu hráefnin til framleiðslunnar, kol og
kalk, hefði þurft að flytja inn. Hin neikvæða niðurstaða
af rannsóknunum á íslenzku kalki virðist því hafa sett
nokkurt strik í reikninginn, en afskekkt lega landsins og
aðstöðuleysi nær algert til iðnrekstrar hefur trúlega vegið
þyngst á metunum um að ekkert varð úr framkvæmd-
um. Þá er þess að geta, að þróun framleiðslumöguleika á
14) Ibid.
15) Ibid.