Saga - 1976, Síða 140
132
SIGURÐUR RAGNARSSON
sviði orkufreks iðnaðar var enn skammt á veg kominn og
því fátt annarra úrkosta en acetylengasið.
Oddur V. Sigurðsson gaf líka fljótlega upp á bátinn
allar frekari tilraunir til að afla fjármagns til virkjunar
íslenzkra fallvatna. Hann hélt aftur vestur um haf, og
þegar falazt var eftir kaupum á vatnsréttindum hans
liér á landi nokkrum árum síðar, voru þau honum ekki
föst í hendi.1G) Hér var um að ræða vatnsréttindin í
Jökulsá á Fjöllum, Skjálfandafljóti og í Dynjandisá, en
þau tók hann á leigu sem einstaklingur og var þeirra getið
hér að framan.
Rétt er að víkja nokkuð að þeim leiguskilmálum, sem
um var samið í þessum tilvikum, því að þeir voru nokkuð
ólíkir þeim skilmálum, sem um var samið varðandi Sogs-
fossana. Leigutíminn var mismunandi. 1 nokkrum tilvikum
var hann ákveðinn 200 ár. Svo var um vatnsréttindi Ljósa-
vatns og Hriflu í Skjálfandafljóti, og þau réttindi, er
Svínadalur taldist eiga í Jökulsá. 1 samningunum um
vatnsréttindi Barnafells, Reykjahlíðar og Hafursstaða var
ekki kveðið á um neinn ákveðinn leigutíma.17) Leigu-
gjaldið fyrir vatnsréttindin í hinum þingeysku fallvötn-
um var ákveðið 2>% af virðingarverði viðkomandi jarðar,
en samningarnir höfðu að geyma ákvæði þess efnis, að
jarðeiganda væri heimilt að hækka leigugjaldið um helm-
ing, þ. e. upp í 4V£ % af virðingarverði jarðar, að liðn-
um 10 árum frá gerð sanmingsins. Heimild þessi var þó
bundin því skilyrði, að sú starfsemi, sem efna átti til með
tilstyrk vatnsorkunnar, yrði arðbær.
Hvað vatnsréttindin í Skjálfandafljóti snerti, átti að
hefja greiðslu leigugjalds árið 1900, ef framkvæmdir væru
þá hafnar, en að öðrum kosti það ár, sem framkvæmdir
hæfust. Ef engar leigugreiðslur hefðu verið inntar af
10) Einar Benediktsson: Laust mál. Útg. Steingrímur J. Þorsteins-
son, bls. 645.
17) Nefndarálit minnihluta fossanefndar 1917—1919, bls. 66.