Saga - 1976, Page 143
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 135
farið að taka tillit til vatnsaflsins, þegar jarðir voru
metnar til verðs.
Oddur V. Sigurðsson tryggði sér í eigin nafni öll þau
vatnsréttindi í Jökulsá, Skjálfandafljóti og Dynjandisá,
sem rætt hefur verið um hér að framan. Þessi réttindi
voru í hans höndum allt til ársins 1907, að hann seldi þau
Einari Benediktssyni sýslumanni með samningi, sem dag-
settur var hinn 22. nóvember það ár.25)
Oddur V. Sigurðsson var langsamlega athafnamesti
,,fossaspekúlant“ hér á landi á þeim árum, þegar kaup og
leiga fossa og fallvatna voru að hefjast. Hann var þó
ekki alveg einn á báti í þessum efnum. Árið 1897, sama
ár og Oddur kom hingað til lands, keypti V. B. D. Cooper
í London Syðstafoss, Miðfoss og Efri-Hreppsfoss í Anda-
kílsá í Borgarfirði ásamt allstóru landssvæði beggja vegna
árinnar. Kaupsamningurinn var undirritaður hinn 23.
ágúst 1897. Umsamið kaupverð nam 2550 kr.26) Ekki
hefur tekizt að draga fram í dagsljósið neitt það, er varp-
að gæti ljósi á, hvaða áform fyrrgreindur Englendingur
kann að hafa haft varðandi hagnýtingu fossanna. Þó
liggur fyrir, að á vegum Coopers voru gerðar vatnsmæl-
ingar í ánni. Mælingarnar hófust sumarið 1907 og þeim
var haldið áfram í 2 ár samfleytt. Var hér um að ræða
fyrstu mælingar af þessu tagi á Islandi.27) Fossarnir
í Andakílsá voru í erlendri eigu um alllangt skeið, en 1921
samþykkti Alþingi að taka þá eignarnámi vegna fyrir-
hugaðrar virkjunar þeirra í þágu íbúa Borgarfjarðar-
héraðs. Áður hafði verið falazt eftir kaupum á fossunum,
en þeirri málaleitan verið synjað af eiganda.28)
Þá er ekki úr vegi í þessu sambandi að rekja stuttlega
25) Þjóðskjalasafn, Atvinnumálaskrifstofa 1937 nr. 4328 og 1913
nr. 130.
20) Nál. minnihl. fossan. 1917, bls. 66.
27) Sigurjón Kist: íslenzk vötn, bls. 53.
28) Alþingistíðindi 1921 A, bls. 419, 528—529, 551—552, 629, 707—
708, B 1661—1666.