Saga - 1976, Síða 147
FOSSAKAUP OC FRAMKVÆMDAÁFORM
139
að koma í veg fyrir, að landið yrði fótaskinn jarðeigenda,
sem sætu í öðrum löndum og hugsuðu um það eitt að ná
sem mestu afgjaldi af jörðum þessa fátæka lands. Jón
taldi ekki sízt óheppilegt, að „flóttamenn út úr landinu"
(þ. e. vesturfarar) ættu hér jarðir í landi, sem þeir hefðu
yfirgefið sem óbyggilegt. Frumvarpið hlaut góðan byr í
neðri deild, en sætti harðri andstöðu, er það kom til með-
ferðar í efri deild. Komu þar enn fram þau rök, sem gengu
eins og rauður þráður gegnum málflutning þeirra þing-
manna, sem mæltu gegn frumvörpunum 1891 og 1893 — og
raunar síðar einnig: Frumvarpið væri þarflaust með öllu,
því að ekki væri um að ræða neina ásókn utanríkismanna
í fasteignir hér á landi. Auk þess gæti samþykkt þess
beinlínis orðið til skaða, því að það væri hagur, bæði fyrir
landið og einstaka menn, ef útlendingar vildu eiga og nýta
hér fasteignir. Þær urðu lyktir málsins í efri deild, að
frumvarpið var fellt.
Af framansögðu er ljóst, að frumvarp landbúnaðar-
nefndarinnar 1899 var í vissum skilningi gamall kunningi,
þótt aðstæður væru nú nokkuð breyttar, eftir að bert var
orðið að áhugi var vaknaður erlendis á fossafli Islands.
Landbúnaðarnefndin var á þinginu 1899 skipuð eftirtöld-
um þingmönnum: Pétur Jónsson, formaður, Ólafur Briem,
skrifari, Guðjón Guðlaugsson, Einar Jónsson, Björn Sig-
fússon og Þorlákur Guðmundsson. Ólafur Briem var fram-
sögumaður fyrir frumvarpinu af hálfu nefndarinnar, þeg-
ar það kom á dagskrá hinn 9. ágúst.4) Hann kvað hugs-
unina að baki frumvarpinu felast í þeirri skoðun, að
allar jarðeignir í landinu væru að nokkru leyti sameigin-
leg eign þjóðarinnar í heild sinni og þess vegna eðlilegt, að
rneiri höft væru lögð á þessa eign en á eignarrétt manna
almennt. Ólafur sagði landbúnaðarnefndina ekki vilja
4) Umræður í Alþingistíðindum 1899 B 1171—1179 og 1899 A
485—514.