Saga - 1976, Page 148
140
SIGURÐUR RAGNARSSON
leggja neinar óþarfa tálmanir í veg fyrir þá útlendinga,
sem vildu stofna hér nytsöm fyrirtæki eða gera landinu
eitthvað til gagns, heldur vildi nefndin aðeins reyna að
tryggja að arðurinn gengi ekki út úr landinu. Mergurinn
málsins væri, að arðurinn lenti hjá landsmönnum sjálf-
um og þeir yrðu ekki sviptir þeim framtíðarvonum, sem
bundnar væru við óþekktar eða ónotaðar auðsuppsprettur
landsins. Við meðferð málsins í neðri deild lagðist Magnús
Stephensen gegn samþykkt frumvarpsins, og Jón Jónsson
í Múla, þm. Eyfirðinga, lýsti einnig andstöðu við það. Fór-
ust honum m. a. orð á þessa leið: „Það er kunnugt, að pen-
ingar eru litlir í landinu, jarðeignir hafa fallið í verði, og
það svo mjög, að hér hefur jafnvel verið sagt í þingsaln-
um að þær yrðu sumar ekki teknar sem veð.“ Taldi Jón
í Múla, að löggjöf af því tagi, sem frumvarpið gerði ráð
fyrir, myndi magna þessa óheillaþróun. Ólafur Briem
gerði þá athugasemd við ummæli Jóns í Múla, að einmitt
það atriði að hagur landsmanna stæði nú á veikum fótum
gæti gert það að verkum að menn freistuðust til að selja
útlendingum jarðeignir sínar og þá undir sannvirði. Taldi
hann einnig af þessum ástæðum nauðsyn bera til, að frum-
varpið næði fram að ganga. Aðrir, sem þátt tóku í umræð-
unum, þeir Pétur Jónsson, Valtýr Guðmundsson, Þórður
Guðmundsson og Jón Jónsson á Stafafelli, þm. A.-Skaft-
fellinga, voru frumvarpinu meðmæltir. Taldi hinn síðast-
nefndi frumvarpið mjög tímabært, því að nú væru „út-
lendingar farnir að vonast eftir jarðeignum hér á landi,
sérstaklega fossum, sem geta orðið mikils virði með tím-
anum ...“. Neðri deild afgreiddi síðan frumvarpið til efri
deildar með nítján samhljóða atkvæðum. Frumvarpið kom
fyrst á dagskrá í efri deild hinn 16. ágúst. Þar var ákveðið
að setja þriggja manna nefnd til að athuga málið. I nefnd-
ina voru kosnir þeir Hallgrímur Sveinsson, Jón Jacobson
og Jón Jónsson frá Sleðbrjót, þm. Norð-Mýlinga. Ljóst er
af umræðunum í efri deild, að nývöknuð vitund manna