Saga - 1976, Blaðsíða 149
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
141
rnn það afl og þann auð, sem fossar landsins höfðu að
geyma, og þá ekki síður vitneskjan um að erlendir aðilar
væru farnir að ásælast þessar auðsuppsprettur, var kveikj-
an að því að spurningin um fasteignaráð útlendinga hér á
landi var nú aftur komin á dagskrá. Þetta kom frain hjá
Jóni Jacobsyni þegar við fyrstu umræðu málsins og Hall-
grímur Sveinsson vék sérstaklega að þessu atriði í fram-
sögu sinni fyrir áliti nefndarinnar, en nefndin lagði til að
frumvarpið yrði samþykkt í lítið eitt breyttri mynd. Hall-
grímur komst m. a. svo að orði í ræðu sinni: „Ég fyrir
mitt leyti fæ ekki séð að það sé æskilegt að þetta hreyfiafl
(þ. e. fossarnir og vatnsaflið) komist að miklu leyti í eign
og þjónustu annarra en landsmanna sjálfra. Ef það væri
í þjónustu annarra, gæti vitanlega fengizt nokkur atvinna
af því fyrir landsbúa, en það mundi að miklu leyti verða
undir atvikum komið alveg eins og vér nú horfum upp á
útlenda fiskimenn raka upp auð sjávarins beint fyrir
augum okkar án þess að geta nokkuð að gjört og er það
hvorki æskilegt né eðlilegt." Landshöfðingi mælti gegn
frumvarpinu, eins og hann hafði gert í neðri deild, og
fullyrti jafnframt, að það myndi undir engum kringum-
stæðum hljóta staðfestingu stjórnarinnar, þótt það yrði
samþykkt. Þrír þingmenn, Jónas Jónassen og Júlíus Hav-
steen, konungkjörnir þingmenn, og Sigurður Jensson, þm.
Barðstrendinga, beittu sér gegn frumvarpinu. Einkum
voru tveir hinir fyrrnefndu harðir í andstöðu sinni við
málið. Júlíus Havsteen sagði frumvarpið „skaðlegt", því
að það „(rýrði) virði jarðeigna á Islandi", en ef þær féllu
í verði „(væri) það sama sem að rýra aðaleign landsins
eða velmegun þess“. Jónas Jónassen skýrði frumvarpið
„einangrunarfrumvarpið" og kvað ekki heila brú í neinni
grein þess. Taldi hann frumvarpið miða að því einu að
landsmenn einangruðu sig upp á gamla móðinn. „Menn
vilja banna útlendingum að nota fossana, þótt menn viti,
að það muni líða margar kynslóðir, áður en vér séum