Saga - 1976, Síða 150
142
SIGURÐUR RAGNARSSON
færir til að gera það sjálfir, og það enda þótt menn viti, að
útlendingar einmitt á þennan hátt mundu flytja bæði
talsvert af peningum inn í landið, en þó einkum mikla
þekkingu". Þá bar þingmaðurinn brigður á, að nokkur
þjóðarvilji stæði að baki frumvarpinu. Kvaðst hann verða
að mótmæla því, að þjóðin væri að „fást um þessa fossa-
sölu. Það eru einstöku ritstjórar, en það er ekki sama og
þjóðin“. Sigurður Jensson var ekki sáttur við, að frum-
varpið skyldi ná til allra jarðeigna, hverju nafni sem
nefndust. Taldi hann samþykkt þess mundu geta leitt til
að jarðir féllu í verði. Hann var aftur á móti fylgjandi
því „að ákvæðin næðu til fossanna, því það er það eina,
sem við geturn beðið skaða af að útlendingar eignist ...“.
Þau urðu úrslit málsins, að efri deild samþykkti frum-
varpið með nokkrum breytingum, sem nefndin hafði gert
tillögu um. Þó náðu ekki allar tillögur nefndarinnar fram
að ganga, t. d. ekki tillaga hennar um að heimila allt að
99 ára leigutíma. Við lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið
í efri deild hlaut það fimm atkvæði, en þrír þingmenn
greiddu atkvæði á móti. Vegna breytinga þeirra, sem
gerðar höfðu verið á frumvarpinu í meðförum efri deildar,
þurfti það að koma fyrir neðri deild aftur til einnar um-
ræðu. Þar var það samþykkt fyrirstöðulaust, enda hafði
ekki verið um að ræða neinar eiginlegar efnisbreytingar,
heldur höfðu einstök ákvæði verið gerð skýrari og fyllri.
Fyrirsögn frumvarpsins, eins og það var afgreitt frá al-
þingi, var svohljóðandi: Frumvarp til laga um eignarrétt
og leigurétt utanríkismanna til jarðeigna á Islandi. Mikil-
vægustu ákvæði frumvarpsins var að finna í 1. og 3. grein
þess. I 1. gr. sagði m. a.: „Enginn, sem heimili á utanríkis,
hvorki einstakur maður né félag, má eiga jarðeign né
jarðarítök hér á landi, nema það sé leyft með sérstökum
lögum“. 3. gr. frumvarpsins hljóðaði svo í heild: „Eng-
inn má selja utanríkismönnum jarðeign eða jarðarítök
hér á landi nema eftir sérstökum lögum né heldur leigja