Saga - 1976, Side 151
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 143
þeim jarðir, jarðarítök, svo sem ár, vötn eða fossa, eða
nokkur jarðarafnot, lengur en 50 ár.“5)
Hér að framan var vikið að þeim ummælum Jónasar
Jónassens, að ekki lægi neinn þjóðarvilji að baki kröfunni
um takmörkun á rétti utanríkismanna til fasteignaráða.
TorVelt er að kveða upp úr um það með óyggjandi hætti,
hvort sú skoðun hans hafði við rök að styðjast. Endur-
tekinn flutningur frumvarpa, sem gengu í þessa átt,
bendir þó til þess, að þessi krafa hafi átt verulegu fylgi að
fagna meðal þjóðarinnar. Ýmis blaðaskrif renna einnig
stoðum undir slíka fullyrðingu, einkum að því er tekur til
fossanna. Þjóðólfur fjallaði um þetta mál í stuttri grein
hinn 21. apríl 1899. Voru menn þar varaðir við vaxandi
ásælni útlendinga í jarðeignir og fossa, og hvatti blaðið
alla landsmenn til að vera vel á verði í þessu efni. Hafði
Þjóóólfur m. a. eftirfarandi um málið að segja: „Þetta
verður ekki til þess að flytja fé inn í landið, heldur til að
svipta oss því, er vér höfum, til að leggja á oss haft ein-
okunar og ófrelsis, binda hendur vorar á ókomnum tíma,
ef til vill gera oss að ánauðugum þrælum erlendra kúgara,
er sjúga úr oss síðasta blóðdropann". Ljóst er af grein-
inni, að tilefni hennar eru fregnir, sem gengið hafa manna
á meðal um umsvif Odds V. Sigurðssonar, en einkum þó
um stórfelld áform hins enska fossahlutafélags The Iceland
Water Poiver Exploration Syndicate Ltd. Segir í Þjóóólfi,
að heyrzt hafi að félag þetta „ætli sér að ná tangarhaldi
á öllum fossum á Islandi ...“. 1 grein þessari í Þjóðólfi
kom fram sú skoðun, að alþingi ætti að taka þessi mál til
meðferðar.
ísafold gerði fossamálin að umtalsefni í grein, sem bar
fyrirsögnina Flasfengnisleg fossasala og málma í jörðu.0)
5) Til viðbótar þeim stöðum í alþingistíðindum, sem þegar hefur
verið vísað til, skal bent á eftirfarandi þingskjöl: Nd. 386, 413
og 562 og Ed. 456, 509 og 560.
°) ísafold, 13. apríl 1899.