Saga - 1976, Page 153
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM
145
leysi og vanræksla stjórnarinnar í fossamálinu verður
þannig Isafold tilefni til snarprar ádeilu á stjórnarfyrir-
komulag landsins, og greinin því öðrum þræði innlegg í
deilurnar um stjórnarbótina. Svipuð ádeila kom fram hjá
Skúla Thoroddsen í umræðum á alþingi um fjárlagafrum-
varp stjórnarinnar hinn 26. júlí.8) Hann nefndi sinnu-
leysi stjórnarinnar um fasteigna- og sérstaklega fossa-
söluna til útlendinga sem eitt af mörgum dæmum um það,
hvernig reynslan væri stöðugt að leiða skýrar í ljós, að nú-
verandi stjórnarhættir væru ekki í samræmi við þarfir
þjóðarinnar.
tsafold gerði fossamálið enn að umtalsefni í grein um
störf alþingis undir fyrirsögninni Þingið síðasta.9) Þar
var, undir liðnum iðnaðarmál, rætt um lögin um takmörkun
á rétti utanríkismanna til fasteignaráða. Jafnframt var
á það bent, að þetta, og ýmis önnur mikilsverð mál, sem
þingið hafi afgreitt, hafi ekki verið frá stjórninni komin.
Blaðið birti einnig lögin í heild.
1 austanblöðum kvað við nokkuð annan tón í umræð-
um um fossamálið en í helztu landsmálablöðum höfuðstað-
arins. 1 Austra á Seyðisfirði birtust tvær greinar um
málið hinn 10. maí 1899. Þar var annars vegar um að
ræða langa grein, sem bar fyrirsögnina: Oddur V. Sigurðs-
son vélfræðingur. Acetylengas og stórfossar Islands. Höf-
undur greinar þessarar var Jón Jónsson. Hins vegar flutti
svo blaðið frétt um ferð Odds V. Sigurðssonar hingað til
lands og viðtal við hann um áform hans. Jón Jónsson rakti
í grein sinni ítarlega náms- og starfsferil Odds og gerði
grein fyrir ýmsum uppgötvunum, sem hann hefði gert,
m. a. vél þeirri til framleiðslu á acetylengasi, sem áður var
getið. Jón benti einnig á, hve Island væri vel sett með alla
sína fossa, bæði handhæga smáfossa, sem landsmenn gætu
notað sjálfir til eigin þarfa af sínum litlu efnum, og svo
8) Alþingistíðindi 1899 B 214—215.
°) Isafold 2. september 1899.
10