Saga - 1976, Síða 155
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 147
höfundur fagnaði því í upphafi, að menn væru „farnir að
renna hýru auga til fossanna okkar íslenzku." Taldi hann
þetta vera „eitt af gleðilegustu táknum tímans fyrir fram-
tíðarvonir landsins og þjóðarinnar“, því að ef svo héldi
fram sem horfði um hagnýtingu fossaflsins til rafmagns-
framleiðslu, væru það hvorki draumórar né hégómamál,
að fossarnir gætu orðið þjóðinni bæði rík og varanleg auðs-
uppspretta. „Hver maður, sem á þetta bendir eða styður
að framkvæmd þess með hollum og hagráðum tillögum,
gerir ekki einungis þarft verk, heldur beinlínis þjóðhollt
verk og þakkarvert“. Greinarhöfundur tíundaði síðan, hví-
líkur hagur það gæti orðið jafnt einstaklingum sem þjóðar-
heildinni, ef fossarnir yrðu teknir til notkunar. 1 grein-
inni kemur skýrt fram ákveðinn stuðningur við virkjun
stórfossanna til iðnreksturs, en jafnframt er lögð áherzla
á að haga verði sölu og leigu fossanna þannig, að hvorki
eigendur þeirra né landið og iðnaður þess bíði stórtjón af.
Það, sem greinarhöfundur hefur einkum í huga, er, að
menn bindi ekki vatnsafl sitt til langs tíma án nokkurra
skilyrða um nýtingu þess, og jafnframt, að menn gæti
þess vandlega að enginn aðili nái hér einokunaraðstöðu
í þessum efnum, sem gerði honum kleift að koma í veg
fyrir notkun stórfossa landsins, ef honum biði svo við
að horfa; „... sjá allir hvert voðatjón það væri landinu
og öllum þeim, sem vildu koma hér iðnaði í gang“. Þá er
einnig lögð áherzla á, að „hitt (verði) að varast jafn-
rlækilega að gera ekki leigjendum svo erfiðan aðganginn að
fossunum, að enginn vilji eða þori að nota þá því það væri
önnur fásinnan frá“, því að „það er jafnskaðlegt að hafa
samningana of rúma eins og hitt að hafa þá of þrönga eða
óbilgjarna." Loks er í greininni í Bjarka vikið sérstaklega
að Oddi Sigurðssyni og framkvæmdaáformum hans. Lét
greinarhöfundur í ljós jákvæða afstöðu gagnvart fyrir-
ætlunum þessum og taldi sjálfsagt að leigja honum fossa.
Einnig gætu menn heitið honum því með samningi móti
ákveðnu árgjaldi „að leigja ekki fossa sína neinum manni