Saga - 1976, Síða 156
148
SIGURÐUR RAGNARSSON
til sömu iðnar og hann ætlar að setja á stofn, en hafa
fossinn frjálsan til alls annars. Þetta er honum næg trygg-
ing, ef ekki liggur annað bak við en óttinn við samkeppn-
ina ...“.
Sé gengið út frá því sem gefnu, að grein sú, sem hér
hefur verið vitnað til, sé samin af Þorsteini Erlingssyni —
og flest bendir til að svo sé — skýtur hér óneitanlega
skökku við, ef höfð er í huga afstaða Þorsteins til fossa-
virkjana og erlendrar stóriðju síðar, t. d. í kvæði hans Við
fossinn, sem birtist í Sumargjöf árið 1907, og ort var
beinlínis til andsvara við Dettifosskvæði Einars Bene-
diktssonar. Hafa má þó í huga, að á Seyðisfjarðarárunum
var Þorsteinn viðriðinn stórútgerð, þar sem Garðarsfélagið
var, og alls ekki fráleitt, að sú hugsun hafi að einhverju
leyti vakað fyrir honum að einmitt fyrir tilverknað slíkr-
ar stórútgerðar og með virkjun fossanna — jafnvel þótt
með erlendu fjármagni væri — gæti íslenzka þjóðin rofið
stöðnun þá og vanþróun, sem einkenndi atvinnulíf lands-
manna. Með slíkri nýsköpun væri búið í haginn fyrir nú-
tímalega atvinnu- og þjóðfélagsþróun á Islandi, og þá
fyrst yrðu hér þjóðfélagslegar forsendur fyrir þær sam-
félagshugsjónir, sem Þorsteinn aðhylltist allt frá unga
aldri. Hitt er svo annað mál, þótt skoðanir hans í þessum
efnum hafi breytzt og síðan fallið í annan farveg.10)
Eitthvað virðist fossamálið hafa borið á góma á þing-
málafundum, þótt ekki hafi það verið almennt. 1 frétt
Bjarka um þingmálafundinn á Seyðisfirði kemur fram,
að eftirfarandi ályktun var þar gerð með öllum atkvæð-
um: „Fundurinn skorar á þm. að vinna að því, og ef þörf
gerist, að bera fram á þingi frumvarp um það, að fossa og
önnur nytjaítök á Islandi megi engum selja öðrum en bú-
settum mönnum í landinu og alls ekki hlutafélögum, og að
10) Sjá um þetta m. a. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: Þorsteinn
Erlingsson, bls. 104—109 og 207—208 og Þorsteinn Thorarensen:
Eldur í æðum, bls. 444—450.