Saga - 1976, Page 157
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAAFORM
149
ekki megi selja slík nytjaítök á leigu nema til fastákveð-
ins tíma."11) Enginn þarf því að fara í grafgötur um vilja
seyðfirzkra kjósenda í þessu efni.
2. ViÖbrögð stjórnarinnar viö lagafrumvarpi alþingis.
Hér að framan var vitnað til þess, að Magnús Stephen-
sen landshöfðingi lét þá yfirlýsingu frá sér fara á alþingi,
að stjórnin myndi synja frumvarpinu um takmörkun á
fasteignaráðum utanríkismanna staðfestingar, jafnvel
þótt það yrði að lögum á alþingi. Ekki er þó ástæða til
að telja yfirlýsingu þessa til marks um neinn sérstakan
sagnaranda landshöfðingja, heldur kom hitt til, að hon-
um var kunn afstaða stjórnarinnar í þessum efnum frá
fyrri tíð, þegar mál þetta hafði einnig verið á dagskrá í
svipuðu formi.12) Sjálfur virðist hann einnig hafa lagzt
gegn frumvarpinu af persónulegri sannfæringu. I bréfi
sínu til stjórnarinnar um frumvarpið rakti landshöfðingi
ástæður þess, að frumvarp þetta var fram komið.13) Síðan
sagði í bréfinu um það atriði: „... eftir minni skoðun er
svo langt frá, að ástæða sé til með lögum að hindra slík
fyrirtæki að þvert á móti er ástæða til að hlynna að þeim,
þar sem notkun vatnsaflsins á þennan hátt gæti orðið land-
inu að mörgu leyti til stórhagnaðar, en þar sem til þess
þarf að líkindum mikið fé, er ekkert útlit fyrir, að þannig
löguð iðnaðarfyrirtæki gætu komizt á án útlends fjár.“
Landshöfðingi vitnaði þessu næst til afstöðu stjórnarinn-
ar frá 1879 og sagði svo að lokum: „Með því að ég ekki
get séð, að ástandið hér á landi hafi á síðustu árum breytzt
á þann hátt að hinar áminnztu ástæður eigi ekki eins við
frumvarp það, er hér er um að ræða, finn ég ekki ástæðu
til að mæla með því, að það verði að lögum.“ Ástæður
þær, sem landshöfðingi lagði megináherzlu á, voru þær, að
n) Bjarki, 27. maí 1899.
12) Ráðgjafartíðindi 1879 B, bls. 693.
ls) Stjórnartíðindi 1900 B, bls. 106—107.