Saga - 1976, Page 158
150
SIGURÐUR RAGNARSSON
sú aðalreg-la frumvarpsins að utanríkismenn gætu ekki
án sérstaks leyfis átt fasteignir á Islandi „kæmi .. . eigi
aðeins í bága við skilning manna nú á tímum á samband-
inu milli þjóða innbyrðis, heldur einnig við þær reglur,
sem ávallt hefir verið farið eftir allt til þessa bæði í ís-
lenzkum og dönskum lögum (og sömuleiðis í löggjöf flestra
annarra landa)
Ráðherra synjaði frumvarpinu staðfestingar með til-
vísun til röksemda landshöfðingja, en tíundaði einnig ýmsa
formgalla á frumvarpinu.14) Hins vegar vitnaði ráðherra
einnig í úrskurði sínum til þess, að í löggjöf annarra
landa hefði bólað á sams konar ótta og þeim, sem orðið hafi
tilefni til samþykktar frumvarpsins, og kvaðst hann því
mundu geyma sér allan rétt til þess að leita eftir sam-
þykki konungs við að leggja fyrir alþingi lagafrumvarp
um „að vernda fossana, ekki gegn því að þeir séu notaðir
í raun og veru með aðstoð útlends fjár, heldur gegn því að
útlendingar kaupi þá aðeins í gróðaskyni, án þess að kaup-
andi hugsi til að nota þá sjálfur ...“.
Það var svo í framhaldi af þessari yfirlýsingu stjórnar-
innar, að hún lagði fyrir alþingi 1901 frumvarp til laga
um takmörkun á rétti til fasteignaráða á íslandi.15)
3. Frumvarp stjórnarinnar og afgreiösla þess
á alþingi.
Greinargerð sú, sem fylgdi frumvarpinu frá hendi
stjómarinnar, ber með sér, að það var ekki fram borið
sökum þess að stjórnin hefði sannfærzt staðfastlega um
að brýna nauðsyn bæri til að samþykkja lög í þessa veru.10)
1 greinargerðinni kom m. a. fram, að stjórnarráðið taldi
að eigi væri, eins og nú stæðu sakir, mikil hætta á ferðum
14) Stjórnartíðindi 1900 B, bls. 104—107.
15) Alþingistíðindi 1901 C, bls. 128—130.
18) Athug’asemdir við frumvarpið í Alþingistíðindum 1901 C, bls,
130—134,