Saga - 1976, Page 159
FOSSAKAUP OG FRAMKVÆMDAÁFORM 151
af ísjárverðri aðsókn útlendinga. Þá var einnig á það bent,
að þeir agnúar væru á lagafyrirmælum af þessu tagi að
þau gætu „dregið úr útlendum mönnum vilja og löngun á
að verja fé sínu í iðnaðar- og önnur fyrirtæki á Islandi, er
því mætti gagn af verða á ýmsan hátt ...“. l
Vegna þeirra sérstöku aðstæðna, sem væru hér á landi,
þóttist stjórnin þó ekki mega synja um liðveizlu sína til
að bægja frá þeirri hættu, að útlendingar ásældust fram-
leiðslutæki landsins, sem hingað til hefðu legið ónotuð, án
þess þó að ætla sér að nota þau sjálfir, heldur til að leggja
stein í götu þeirra, sem vildu hafa gagn af þeim. Stjórn-
in leggur frumvarpið fram til þess að koma til móts við
óskir þingsins frá 1899, en vill gæta þess að fara eigi
lengra í þessa átt en tilgangurinn krefur.
I greinargerðinni var vikið að því, að engin almenn
ákvæði væru í þjóðarétti, sem fælu í sér bann við að lög-
leiða ýmsar takmarkanir á fasteignaráðum erlendra manna
í einstökum löndum, enda væru slík ákvæði þegar til í lög-
um einstakra landa, t. d. Noregs og Svíþjóðar. Jafnframt
var á það minnzt, að ríkisstjórn Danaveldis hefði gert
milliríkjasamninga við ýmsar ríkisstjórnir, sem veittu
þegnum viðkomandi ríkja fullt jafnrétti við innborna
menn að þessu leyti. Því hlytu lögin að þoka fyrir samn-
ingum, sem færu í bága við þau. Hjá slíkum árekstnun væri
þó sneitt með því að binda réttinn til fasteignaráða við
heimilisfestu í Danaveldi — eins og gert var í alþingis-
frumvarpinu frá 1899. Þá nytu þessa réttar allir þeir
menn, sem þar væru búsettir, „hvort sem þeir eru danskir
menn innbornir eða ríkisborgarar eða eigi ... en engir
aðrir, hvort sem þeir eru danskir þegnar eða ekki, nema
fyrir sérstakt leyfi í hvert skipti. Svolagaðri skipun munu
önnur ríki vart geta mótmælt . ..“. Að endingu var tekið
fram í greinargerðinni, að ákvæði frumvarpsins ættu sér
að nokkru leyti fyrirmynd í þeim hluta hinna norsku laga
um ríkisborgararétt frá 1888, sem fjallaði um þetta mál-
efni, „því að sömu munu vera rök til þeirra sem hér, og