Saga - 1976, Page 160
152
SIGURÐUR RAGNARSSON
málavextir líka mjög svipaðir í báðum löndum í þessum
greinum“.
Þungamiðja frumvarpsins fólst í ákvæðum 1. greinar
þess, en hún hljóðaði svo: „Engir aðrir en þeir menn, er
heimilisfastir eru í Danaveldi, eða félög, er stjórn þeirra
á þar aðsetur, og stjórnarmenn allir eru þar heimilisfastir,
mega héðan af öðlast eignar- eða notkunarrétt yfir fast-
eignum á Islandi, hvorki fyrir frjálsa afhending eða nauð-
ungarráðstöfun að manni lifanda né með hjónabandi né
að erfðum, nema með sérstöku leyfi. Hvers konar réttur
til afnota fasteigna, eins líka veiðiréttur, réttur til námu-
graftar, til að nota vatnsaflið og því um líkt, er talinn
notkunarréttur í lögum þessum------------Konungur veitir
leyfið, þar sem þess er þörf héðan af, eða sá, er hann fær
umboð til þess“.
1 athugasemdum við þessa tilteknu grein frumvarps-
ins kom fram, að það var vatnsaflið í ánum, sem fyrst og
fremst var haft fyrir augum, en tilgangsins vegna væri
nauðsynlegt að láta lögin taka til afnotaréttar að fast-
eignum í rýmstu merkingu hugtaksins, „svo að eigi verði
til dæmis að taka löglega fenginn veiðiréttur um langan
aldur því til fyrirstöðu, að vatnsfallið verði notað í iðn-
aðarfyrirtæki, rétt eins og ef áin hefði sjálf verið keypt
til eignar“.
Frumvarpið var lagt fram í efri deild og kom þar fyrst
á dagskrá á fundi hinn 4. júlí.17) Var ákveðið að kjósa sér-
staka nefnd í málið, og hlutu kosningu þingmennirnir
Magnús Andrésson, þm. Mýramanna, Kristján Jónsson,
konungkjörinn þm. og Guttormur Vigfússon, þm. Sunn-
Mýlinga. Nefndin skilaði áliti sínu hinn 8. júlí.18) 1 því
kom fram eindregið fylgi við meginefni frumvarpsins, en
jafnframt lagði nefndin til, að á því yrðu gerðar nokkrar
17) Umræður í Alþingistíðindum 1901 A 302—323 og 1901 B
693—697.
is) Alþingistíðindi 1901 C, þskj. 54, bls. 227—230.